Innlent

Hvetja fólk til að fara spar­lega með vatn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Veitustjóri segir fólk eiga til að vökva garðana en það megi bíða með það.
Veitustjóri segir fólk eiga til að vökva garðana en það megi bíða með það. Vísir

Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf.

„Það er stundum þannig að ef það er þurrkur í einn eða tvo daga fer fólk að vökva garðana. En það er kannski eitthvað sem er ekki nauðsynlegt en setur álag á kerfið.“

Hann segir viðvörunina hafa verið senda út þegar kerfið náði ákveðnum álagspunkti í dag. Það hafi þó aldrei verið á þeim stað þar sem hafi komið til greina að loka á einhverja þjónustuþega ekkert hættuástand skapast.

„Það er ekki útlit fyrir það eins og staðan er núna. En þetta var meira til að vekja fólk til umhugsunar um að láta ekki bununa ganga að óþörfu.“


Tengdar fréttir

Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður

Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ.

Tenerife-veður víða á landinu

Landsmenn mega búast við bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stig í dag sökum hlýs loftmassa sem fer nú yfir landið. Ef spár ganga eftir verður hlýjast í dag og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×