Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2025 20:08 Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju við nýja dæluhúsið og hluti af Selfosskirkju er í baksýn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna. Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend
Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira