Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2025 20:08 Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju við nýja dæluhúsið og hluti af Selfosskirkju er í baksýn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna. Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend
Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira