Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 21. júlí 2025 13:42 Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Magnús Hlynur Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. „Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu. Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu.
Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33
Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13