Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 21. júlí 2025 13:42 Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Vísir/Magnús Hlynur Brunavarnir Árnessýslu eru enn að störfum eftir að eldur kviknaði í hrúgu af trjákurli á Selfossi og gert er ráð fyrir að slökkvistörf haldi áfram fram á nótt. Tugir slökkviliðsmanna hafa komið að verkefninu. „Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu. Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Við fengum tilkynningu hér í gær um eld í timburhrúgu. Við erum búnir að vera hérna að störfum síðan klukkan tvö í gær,“ segir Lárus Kristin Guðmundsson, svæðisstjóri björgunarsveita Árnessýslu, í samtali við fréttastofu. Á sunnudag kviknaði í stórri timburhrúgu á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Á milli fjörutíu og fimmtíu slökkviliðsmenn hafa aðstoðað við að slökkva eldinn, þar á meðal einhverjir sem voru að störfum í nótt. Lárus Kristinn býst við að starfinu ljúki ekki fyrr en í nótt. „Við verðum hérna að störfum allaveganna á kvöld og eitthvað fram á nótt reikna ég með. En þetta gengur vel með þessum öflugu vélum frá Fossvélum, segir hann. „Við auðvitað erum með stórt og öflugt lið og sumir eru auðvitað þreyttir en við erum búnir að vera fá menn frá öðrum stöðvum. Þannig að hérna hafa verið menn frá Laugavatni, Þorlákshöfn og Hveragerði og við erum að fá menn úr Reykholti, Flúðum og Árnesi.“ Timbrið er fært og kælt.Vísir/Magnús Hlynur Um er að ræða stóra hrúgu og segir Lárus það ekki algengt að slökkviliðið sé kallað út verkefni jafnstórt og þetta. Verkefnið sé lærdómsríkt fyrir slökkviliðsmennina. „Við kölluðum til stórvirkar vinnuvélar sem eru að moka efninu frá, það er mikill hiti í haugnum. Við tökum í raun efni úr haugnum, kælum það og færum það til.“ Vatnið sem nýtt er í slökkvistörfin er bæði úr lögnum Selfossveitu og úr Ölfusá. Lárus segist ekki gera sér grein fyrir hversu mikið tjón sé um ræða en flytja átti hrúguna erlendis í endurvinnslu.
Árborg Slökkvilið Tengdar fréttir Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33 Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Kviknaði í haug af timburkurli Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli. 20. júlí 2025 21:33
Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Fjölmennt lið slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu hefur unnið að því frá klukkan 14 í gær að ráða niðurlögum elds sem kom upp í stóru fjalli af trjákurli á athafnasvæði Íslenska gámafélagsins við Hrísmýri á Selfossi. 21. júlí 2025 09:13