Reykjanesbær

Söngleikur til minningar um Rúnar Júlíusson
Andi Rúnars Júlíussonar heitins svífur yfir vötnum í Keflavík þessa dagana því nú er verið að setja upp söngleikinn „fyrsti kossinn“ honum til heiðurs hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningin verður sú hundraðasta í sögu félagsins, sem fagnar nú sextíu ára afmæli.

Óvissa hvert nemendur fara vegna myglunnar í Myllubakkaskóla
Útlit er fyrir að 370 nemendur í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verði fluttir yfir í nokkur önnur húsnæði þegar umfangsmiklar framkvæmdir við að ráða bug á myglu í húsnæðinu hefjast. Bæði starfsfólk og nemendur hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar.

Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
Mygla hefur fundist í Myllubakkaskóla í Keflavík. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sagðir hafa fundið fyrir verulegum einkennum. Lagfæringar hafa ekki skilað árangri.

Kaupir meirihluta í Borealis Data Center
Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis.

Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina
Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja.

Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok
Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst.

Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi
Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum.

Risa kötturinn Skjöldur í Reykjanesbæ
Skjöldur er risa köttur á heimili í Keflavík sem er rúmlega einn metri á lengd og tólf kíló á þyngd. Eigandinn segir að þrátt fyrir stærð kattarins sé hjartað hans mjög lítið enda Skjöldur feimin og inn í sig.

Olli slysi þegar hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut
Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann olli árekstri þar sem hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut nú síðdegis. Ökumaður bílsins sem hann ók á slasaðist lítillega, að sögn lögreglu.

Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið
Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins.

Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga
Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs.

Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa.

Stúlkan sem leitað var að á Suðurnesjum er fundin
Sex ára stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum leitaði í dag er komin í leitirnar.

Njarðvíkingar ætla að skipta Ljónagryfjunni út fyrir Stapaskóla
Njarðvík er búin að finna leið til að búa til pláss fyrir fleiri áhorfendur á heimaleikjum liðsins í körfunni en það verður þó ekki gert með því að stækka Ljónagryfjuna.

Sekt og tilkynning til barnaverndar vegna ófullnægjandi öryggis ungabarns í bíl
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um 300 bifreiðar á leið suður Reykjanesbraut í morgun. Tilgangurinn var eftirlit með ástandi og réttindum ökumanna.

Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild
Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið.

Bílvelta á Keilisbraut og kannabislykt í Njarðvík
Bíll valt við Keilisbraut um klukkan tvö í nótt. Atvik voru þannig að ökumaðurinn hugðist snúa bifreið sinni við en bakkaði ofan í skurð með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Tveir voru í bílnum og sluppu heilir á húfi en ökumaðurinn er grunaður um ölvun.

Tvö vinnuslys á Suðurnesjum og stúlka týnd við gosstöðvarnar
Slys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Tvöföld ánægja: Afastrákurinn var íbúi númer tuttugu þúsund
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, upplifði sannkallaðan tímamótadag fyrir skemmstu, þar sem hann eignaðist dótturson, sem síðar reyndist hafa verið tuttugu þúsundasti íbúi Reykjanesbæjar.

Breskur sjóður kaupir gagnaverið Verne Global fyrir 40 milljarða
Breski sjóðurinn Digital 9 Infrastructure hefur fest kaup á gagnaverinu Verne Global fyrir 231 milljón sterlingspunda eða rúma 40 milljarða króna.

Ferðamaður fylgdi Google Maps og lenti í ógöngum
Erlendur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Ásbrú í Reykjanesbæ þurfti aðstoð lögreglu eftir að hafa lent í ógöngum sem meðal annars má rekja til Google Maps. Maðurinn hafði slegið áfangastað sinn inn í forritið og fengið upp styttri leið að hótelinu.

Lögregla lýsir eftir Veroniku
Lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir Veroniku Regínu Hafþórsdóttur sem er fædd 2003.

Mætti með loftbyssu og skaut á glerhurð
Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti með loftbyssu og skaut úr henni inni í skólanum síðastliðinn föstudag.

Féll í sjóinn við affall Reykjanesvirkjunar og lést
Karlmaður á fertugsaldri lést á sunnudaginn eftir að hann féll í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Lögregla ítrekar að sjóböð við affallið eru stranglega bönnuð.

Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra
Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í.

Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu
Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins.

Langtíma sóttvarnaaðgerðir ekki kynntar í dag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki reiknað með að í dag verði kynntar sóttvarnaaðgerðir til lengri tíma. En ríkisstjórnin kemur saman til reglulegs fundar á Suðurnesjum í dag og fundar einnig með sveitarstjórnarfólki þar.

Sossa segir Reykjanesið leynda perlu
Reykjanesið býr yfir einstökum náttúrutöfrum og þangað er hægt að gera frábæra ferð.

Maður látinn eftir vinnuslys í Reykjanesbæ
Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi í Reykjanesbæ í gær er látinn. Um er ræða karlmann á fimmtugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir er fundin
Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær er fundin.