Það verða þau Margrét Sanders oddviti Sjálfstæðisflokksins sem er stærsti flokkurinn í minnihluta bæjarstjórnar með þrjá fulltrúa og Friðjón Einarsson oddviti Samfylkingarinnar sem einnig er með þrjá fulltrúa í bæjarstjórn nú og myndar meirihluta með Beinni leið og Framsóknarflokki.
Þá mætir Margrét Þórarinsdóttir oddviti Umbótar í þáttinn en framboð undir því nafni býður nú fram í fyrsta skipti.
Það er greinilegt að atvinnumál, velferðar- og skólamál skipa stóran sess hjá flokkunum þótt áherslur séu að sjálfsöðgu misjafnar. En þarna eru líka stórmál eins og Suðurnesjalína 2, iðnaður í Helguvík og Keflavíkurflugvöllur undir, þannig að það má reikna með fjörugum umræðum.