Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Eggert Sigurbergsson skrifar 5. maí 2022 16:00 Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar