Veðjum á börnin okkar Bjarni Gunnólfsson skrifar 5. maí 2022 15:31 Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum vildi maður að hægt væri að færa tímann til baka, fyrir þann tíma þegar öllu því var lofað sem ekki er búið að framkvæma í dag. Að venju lofa allir bæjarstjórnarflokkarnir nú öllu fögru eftir að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt síðustu fjögur ár. Við Miðflokksmenn erum hins vegar með víðfema og trausta stefnuskrá sem okkur iðar í skinninu að fá að framkvæma fáum við til þess brautargengi hjá kjósendum í Reykjanesbæ. Við í Miðflokknum munum láta verkin tala. Við tölum fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn og aukningu á hvatagreiðslum fyrir börnin. Við viljum um leið ráðdeild og teljum að kostnaðurinn við þetta sé aðeins um 1,5% af rekstrartekjum bæjarins, okkur finnst framtíð barnanna vera þess virði. Um leið tala margir þeirra fyrir því að hækka framlög til íþróttamála upp í allt að 12% af rekstrartekjum, en enginn segir hvernig á að gera það. Menning og íþróttir frí fyrir börnin Miðflokkurinn ætlar sér að fjórfalda hvatagreiðslur, sem þýðir að menning og íþróttastarf verði því sem næst frítt fyrir börnin og þá geta börnin, eftir því hvar þeirra áhugasvið liggur, gert það sem þau vilja, ekki það sem foreldrar og forráðamenn hafa efni á. Þetta þýðir að bæði menningarstarfsemi og íþróttastarf getur sótt sér fjármagn til bæjarins með því að laða börnin til sín og þurfa um leið að halda áhuga þeirra á því sem þau velja sér áfram með skemmtilegu og áhugaverðu starfi. Með þessari nálgun er öruggt að heildarframlög til menningar- og íþróttastarfa aukast á kjörtímabilinu, en með skynsömum og fyrirséðum hætti. Bygging nýs miðbæjar er hugsuð til þess að gera Reykjanesbæ að miðstöð verslunar og þjónustu. Okkar útfærsla gengur út á að reisa hann á Vatnsnesi og við Keflavíkurhöfn, við viljum gera þennan miðbæ að miðstöð svokallaðrar "TAX FREE" verslunar þar sem ferðamenn stoppa á leiðinni til landsins eða á leiðinni aftur heim og geti á einum stað keypt vörur og fengið skattpeninginn sinn tilbaka. Við teljum að nýr og öflugur miðbær sé forsenda þess að önnur starfsemi geti dafnað.Kjósið flokk sem er settur saman til að þjónusta bæjarbúa og hugsar til framtíðar. Vertu MEMM, X-M! Höfundur er oddviti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar