Öryggisvistunarmálið í Reykjanesbæ - Bæjarfulltrúinn sem stóð með íbúunum Gunnar Felix Rúnarsson skrifar 11. maí 2022 09:16 Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun