Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar 4. desember 2025 10:17 Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga styður Palestínu umfram Ísrael samkvæmt könnunum (72,5% versus 9,5%) og meirihluti þjóðarinnar vill slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið efnahagslegum refsiaðgerðum - en ekkert slíkt er gert. Manndrápin halda áfram þrátt fyrir vopnahlé sem Ísrael virðir ekki frekar en aðra samninga. Barnadrápin er kannski réttara orð því Ísraelsmenn hafa drepið að meðaltali tvö börn á dag frá því að "vopnahléið" hófst. Aðeins lítið brot af þeirri mannúðaraðstoð, sem á samkvæmt vopnahléssamningnum að hjálpa saklausu fólki í rústum Gaza, kemst í gegnum umsátrið. Það sem nú er að gerast á Gaza er aðeins toppurinn á þeim ísjaka sem landrán og ofbeldi Ísraels gegn palestínsku þjóðinni er. Sá hryllingur hefur staðið í rúm 70 ár og á þeim tíma hafa Ísraelsmenn þverbrotið öll alþjóða- og mannúðarlög og haft að engu ótal ályktanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu til viðbótar er kynþáttstefna lögbundin í Ísrael, eina landinu í heiminum eftir að Suður-Afríka lagði sína á hilluna árið árið 1990. Allir vita að eina leiðin til að breyta þessu ófremdarástandi er alþjóðlegur þrýstingur í formi refsiaðgerða og einangrunar Ísraels á alþjóðavettvangi. Reynslan frá Suður-Afríku vísar þann veg. Samkvæmt úrskurði Aþjóða dómstólsins ber öllum þjóðum skylda til að gera allt sem þau geta til að hnekkja ólöglegu hernámi Ísraela í Palestínu. Okkur ber líka siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Stíga einhver skref sem máli skipta - í samræmi við vilja þjóðarinnar. En það hefur ekki verið gert. Utanríkisráðherra hefur grátið á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum yfir barnamorðunum á Gaza - en engar aðgerðir hafa fylgt þeim tárum. Ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt sem máli skiptir. Almenningur á Íslandi hefur sameinast um að sniðganga vörur frá hernumdu svæðunum og Ísrael. Rapyd, sem er í ísraelskri eigu og segist styðja ísraelska herinn á Gaza, hefur verið sniðgengið í stórum stíl - en fjármálaráðherra samdi engu að síður við það fyrirtæki um fjárhirðingu fyrir ríkisstofnanir! Það eina sem hið opinbera hefur gert í samræmi við vilja þjóðarinnar í þessu máli hefur komið frá stjórn RÚV sem hefur boðað andstöðu gegn þáttöku Ísraels í keppninni og mun væntanlega ekki senda keppendur héðan ef Ísrael fær að vera með. Það er í fullu samræmi við þjóðarvilja því samkvæmt könnunum er 67% Íslendinga á þeirri skoðun að við eigum ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael verður með. Þannig er þjóðin tilbúin að fórna sínu eftirlætis sjónvarpsefni til að styðja Palestínu. En spurningunni í fyrirsögn þessarar greinar hefur ekki verið svarað. Hvers vegna stígur ríkisstjórn Íslands ekki einhver skref sem máli skipta til að sýna afstöðu þjóðarinnar í verki - og gagnast því fólki sem þarf svo sárlega á hjálpa okkar að halda? Er hægt að fá svar við því? Þorgerður? Kristrún? Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar