Heilbrigðisþjónustan – við höfum fengið nóg! Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifa 11. maí 2022 08:16 Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Heilbrigðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar