Oddvitaáskorunin: Fengu far með löggunni á ball Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2022 15:01 Skátar í fjölskyldunni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ragnhildur Guðmundsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur er 57 ára, fædd og uppalin í Keflavík, Reykjanesbæ. Gift Rögnvaldi H. Helgasyni og saman eiga þau 4 börn og 10 barnabörn. Eftir vinnuslys 1981 sem leiddi til örorku, varð ljóst að ef hún ætti að eiga afturkvæmt á vinnumarkað þyrfti að sækja sér einhverja færni og því varð úr að hún hóf nám og fyrstu árin í kvöldskóla meðfram barneignum og vinnu við símaafgreiðslu. Hún lauk stúdentsprófi frá FS 1993, tók 1. stig í söng 1994, hóf nám í HÍ haustið 1995 og lauk BA prófi í Félagsfræði árið 1998. Lauk kennsluréttindanámi á bæði grunn- og framhaldsskólastig árið 2000 og síðar MA prófi í Náms- og starfsráðgjöf árið 2015. Ragnhildur er starfandi kennari og náms- & starfsráðgjafi og er nemi í Þjóðfræði við HÍ. Hefur tekið þátt í stofnun Andstæðinga stóriðju í Helguvík og Íbúðafélags Suðurnesja hsf. Áhugamálin eru mörg en snúast mikið að sjálfboðaliðsstarfi, er starfandi skátaforingi, er í Kvennakór Suðurnesja og tekur þátt í samfélagslegum hópum líkt og andstæðingum stóriðju í Helguvík og Íbúðafélagi Suðurnesja hsf., sem vilja hag íbúa sem bestan auk þess að hafa áhuga á lestri og skrifum af ýmsu tagi hvort heldur bók eða greinar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir, erfitt að velja úr en ef ég nefni einn þá væri það Austfirðir - Hérað. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, gatnamótin við verslanirnar á Fitjum og merkingar á bílastæðum þar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á mörg áhugamál og eitt þeirra er að stunda nám, bæta við þekkingu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar við sem unglingar fengum far með lögreglubíl á dansleik í næsta sveitarfélagi. Hvað færðu þér á pizzu? Kjötveislu þ.e. hakk, pepperoni og bacon. Hvaða lag peppar þig mest? Áfram stelpur. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Engar, get ekki beygt aðra höndina til þess að gera armbeygjur. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Ragnhildur með Maríu Mist. Uppáhalds brandari? Á engan sérstakan, man eftir einum ... Tveir félagar eru saman á gangi, annar smellir fingrum í sífellu, hinn spyr, afhverju ertu að smella fingrunum? Til þess að halda ljónunum í burtu. En það eru engin ljón hér! Nei, einmitt, vegna þess að ég smelli fingrunum. Hvað er þitt draumafríi? Að elta veðrið en annars er allt frí draumur, að ferðast með manninum, börnum og barnabörnum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 vegna þess að maður hélt að covid faraldrinum væri lokið en þá var öllu skellt aftur í lás. Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru svo margir en Kim Larsen og Björgvin Halldórsson poppa upp í hugann. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég fór í sjúkraþjálfun á Grensás og læknirinn sem sá um innritun bankaði í hnéð á mér og sagði mér að flauta, ég gat það ekki fyrir hlátri. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Veit það ekki. Níu af tíu barnabörnum Ragnhildar. Hefur þú verið í verbúð? Ég var aldrei með herbergi á verbúð en djammaði með fólki á verbúð. Unnum í aðgerð, söltuðum, pækluðum og fórum á hjallana en um helgar var djammað, partý á verbúð og svo dansleikur fram eftir en svo jafnvel eftirpartý. Áhrifamesta kvikmyndin? Sixth sense og Schindlers list. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Hafnarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Á held ég engin svoleiðis lög, gæti kannski nefnt, Of feit fyrir mig og Allt fyrir þig með Baggalút. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Píratar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Ragnhildur Guðmundsdóttir leiðir lista Pírata í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur er 57 ára, fædd og uppalin í Keflavík, Reykjanesbæ. Gift Rögnvaldi H. Helgasyni og saman eiga þau 4 börn og 10 barnabörn. Eftir vinnuslys 1981 sem leiddi til örorku, varð ljóst að ef hún ætti að eiga afturkvæmt á vinnumarkað þyrfti að sækja sér einhverja færni og því varð úr að hún hóf nám og fyrstu árin í kvöldskóla meðfram barneignum og vinnu við símaafgreiðslu. Hún lauk stúdentsprófi frá FS 1993, tók 1. stig í söng 1994, hóf nám í HÍ haustið 1995 og lauk BA prófi í Félagsfræði árið 1998. Lauk kennsluréttindanámi á bæði grunn- og framhaldsskólastig árið 2000 og síðar MA prófi í Náms- og starfsráðgjöf árið 2015. Ragnhildur er starfandi kennari og náms- & starfsráðgjafi og er nemi í Þjóðfræði við HÍ. Hefur tekið þátt í stofnun Andstæðinga stóriðju í Helguvík og Íbúðafélags Suðurnesja hsf. Áhugamálin eru mörg en snúast mikið að sjálfboðaliðsstarfi, er starfandi skátaforingi, er í Kvennakór Suðurnesja og tekur þátt í samfélagslegum hópum líkt og andstæðingum stóriðju í Helguvík og Íbúðafélagi Suðurnesja hsf., sem vilja hag íbúa sem bestan auk þess að hafa áhuga á lestri og skrifum af ýmsu tagi hvort heldur bók eða greinar. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir, erfitt að velja úr en ef ég nefni einn þá væri það Austfirðir - Hérað. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, gatnamótin við verslanirnar á Fitjum og merkingar á bílastæðum þar. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Á mörg áhugamál og eitt þeirra er að stunda nám, bæta við þekkingu. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar við sem unglingar fengum far með lögreglubíl á dansleik í næsta sveitarfélagi. Hvað færðu þér á pizzu? Kjötveislu þ.e. hakk, pepperoni og bacon. Hvaða lag peppar þig mest? Áfram stelpur. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Engar, get ekki beygt aðra höndina til þess að gera armbeygjur. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Ragnhildur með Maríu Mist. Uppáhalds brandari? Á engan sérstakan, man eftir einum ... Tveir félagar eru saman á gangi, annar smellir fingrum í sífellu, hinn spyr, afhverju ertu að smella fingrunum? Til þess að halda ljónunum í burtu. En það eru engin ljón hér! Nei, einmitt, vegna þess að ég smelli fingrunum. Hvað er þitt draumafríi? Að elta veðrið en annars er allt frí draumur, að ferðast með manninum, börnum og barnabörnum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2021 vegna þess að maður hélt að covid faraldrinum væri lokið en þá var öllu skellt aftur í lás. Uppáhalds tónlistarmaður? Það eru svo margir en Kim Larsen og Björgvin Halldórsson poppa upp í hugann. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég fór í sjúkraþjálfun á Grensás og læknirinn sem sá um innritun bankaði í hnéð á mér og sagði mér að flauta, ég gat það ekki fyrir hlátri. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Veit það ekki. Níu af tíu barnabörnum Ragnhildar. Hefur þú verið í verbúð? Ég var aldrei með herbergi á verbúð en djammaði með fólki á verbúð. Unnum í aðgerð, söltuðum, pækluðum og fórum á hjallana en um helgar var djammað, partý á verbúð og svo dansleikur fram eftir en svo jafnvel eftirpartý. Áhrifamesta kvikmyndin? Sixth sense og Schindlers list. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Hafnarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Á held ég engin svoleiðis lög, gæti kannski nefnt, Of feit fyrir mig og Allt fyrir þig með Baggalút.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Píratar Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“