Mosfellsbær

Fréttamynd

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Innlent
Fréttamynd

Steindi og Sigrún selja raðhúsið í Mosó

„Jæja, þá er elsku Víðiteigurinn farinn á sölu. Ég mun kveðja þetta hús með miklum söknuði, hér hefur verið yndislegt að búa síðustu ár en kominn tími til að stækka við sig þar sem Sigrún hættir ekki að væla um fleiri krakka (djók, við erum hætt) við lofuðum nágrönnum okkar að aðeins gott fólk kæmi til greina. Það er best að búa í Mosó,“ skrifar Steinþór Hróar Steinþórsson en hann og Sigrún Sig hafa sett raðhús sitt á sölu í Mosfellsbænum.

Lífið
Fréttamynd

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna konu sem datt á Grímans­­felli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynning barst frá göngufólki á Grímansfelli í Mosfellsdal vegna konu sem hafði dottið og slasast á fæti ofarlega í hlíðum fjallsins. Björgunarsveitarfólk úr sveitum í Mosfellsbæ og Reykjavík hefur verið sent á staðinn auk sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Ákærð vegna banaslyss á Þingvallavegi

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur 33 ára konu vegna banaslyss á Þingvallavegi í Mosfellsbæ í júlí 2018. Kona á níræðisaldri lést í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Játaði leynilega upptöku af ungum stúlkum inni á baðherbergi

Karlmaður búsettur í Mosfellsbæ hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið upp myndskeið á símann sinn af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Þá þarf karlmaðurinn að greiða hvorri stúlku fyrir sig eina milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Féll niður vök á Hafravatni

Upp úr hádegi í dag var manneskju bjargað sem hafði fallið niður vök á Hafravatni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Mest fjölgun í Reykjavík en hlutfallslega í Fljótsdalshreppi

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.133 á þrettán mánaða tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 768 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 519 íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Ísinn brast undan mótor­hjóla­manni á Hafra­vatni

Maður á mótorhjóli datt ofan í Hafravatn þegar ísinn á vatninu brast undan honum skömmu eftir hádegi í dag. Maðurinn var kominn í land af sjálfsdáðum þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn en var fluttur blautur og hrakinn á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Leynileg upptaka af ólögráða stelpum í Mosfellsbæ

Einstaklingur búsettur í Mosfellsbæ hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Er honum gefið að sök að hafa að kvöldi föstudags í maí í fyrra á heimili sínu í Mosfellsbæ stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi.

Innlent
Fréttamynd

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks

Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Innlent
Fréttamynd

Eftirför í Mosfellsbæ

Lögregluþjónar veittu manni eftirför þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu á Vesturlandsvegi í tíunda tímanum í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Gullleitarleyfi í Þormóðsdal selt til Kanada

Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að rannsóknaleyfi fyrir gull- og koparleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi.

Viðskipti innlent