Oddvitaáskorunin: Stendur á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2022 09:01 Bjarki á glærum ís á Bjarnarvatni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira