Svíþjóð

Norvik gerir yfirtökutilboð í nítján milljarða króna félag
Norvik hefur sent tilkynningu til sænsku Kauphallarinnar um að lagt verði fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði. Tilboðið hljóðar upp á gengið 44,50 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Bergs í reiðufé. Heildarverðmæti hlutafjár Bergs er því áætlað 1,54 milljarðar sænskra króna, sem samsvarar um 19,3 milljörðum íslenskra króna.

Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi.

Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis
Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara.

Vilji Ívars var skýr
Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð.

Lasse Berghagen er látinn
Lasse Berghagen, einn ástsælasti söngvari og sjónvarpsþáttastjórnandi Svíþjóðar, er látinn, 78 ára að aldri.

Eitt fórnarlamb skotárásarinnar í Brussel var fastagestur á leikjum Svía
Patrick Lundström var skotinn til bana í aðdraganda leiks Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM í vikunni. Fjölskyldan hans er skiljanlega í miklu áfalli en vildi minnast hans í sænskum fjölmiðlum.

Greta Thunberg handtekin á mótmælum í Lundúnum
Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg var handtekinn í Lundúnum í dag þegar hún og aðrir aðgerðarsinnar mótmæltu fyrir utan ráðstefnu eldsneytisfyrirtækja.

Skemmdir á öðrum sæstreng í Eystrasalti
Carl-Oskar Bohlin, ráðherra almannavarnamála í Svíþjóðar, segir að skemmdir hafi orðið á sæstreng sem liggur á milli Svíþjóðar og Eistlands í Eystrasalti. Hann segir að ekki hafi orðið rof á strengnum og að hann geti áfram verið starfræktur.

Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn
Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis.

Árásarmannsins enn leitað
Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn.

Sextán ára drengur grunaður um þrjú morð á tveimur sólarhringum
Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið sextán ára dreng sem grunaður er um að hafa myrt þrjá á tveimur sólarhringum í síðustu viku. Málið er sagt tengjast átakanna innan Foxtrot-glæpagengisins.

Sextán ára handtekinn fyrir tvö morð á heimili frægs listamanns
Sextán ára strákur hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi framið tvö morð í úthverfi Stokkhólms. Fundust tvær konur látnar í einbýlishúsi sem samkvæmt sænskum miðlum er í eigu frægs listamanns.

Stafar okkur ógn af átökum glæpagengja í Svíþjóð?
Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu.

Claudia Goldin nýr handhafi Nóbels í hagfræði
Bandaríski hagfræðingurinn Claudia Goldin hefur hlotið hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfreð Nóbel árið 2023. Verðlaunin fær hún fyrir rannsóknir sínar á afkomu kvenna á vinnumarkaði.

Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans?
Tilkynnt verður hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel í ár á fréttamannafundi klukkan 9:45.

Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna
Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna.

Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran
Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum.

Fær fangelsisdóm fyrir ansi taktlaust grín á flugvellinum í Kaupmannahöfn
Þjálfari sænska undir átján ára landsliðs Svíþjóðar í handbolta hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa grínast með að hann hefði í fórum sínum sprengju er hann fór um flugvöllinn í Kaupmannahöfn.

Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels
Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.

Áttunda áratugnum gefið nýtt líf
Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA fagnar áttatíu árum og í tilefni stórafmælisins hefur nokkrum vinsælum og þekktum vörum verið gefið nýtt líf.

Utanríkisráðherra „gleymdi“ vegabréfinu og missti af sögulegum fundi
Tobias Billström utanríkisráðherra Svíþjóðar sat ekki fund í Kænugarði sem hann hafði verið boðaður á og fór fram í dag. Hann sagði ástæðuna fyrir því vera að hann hefði gleymt vegabréfinu sínu.

Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós
Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Fjölga myndavélum og nýta sér gervigreindartækni betur
Sænsk yfirvöld munu ráðast í sérstaka „eftirlitsmyndavélasókn“ og notast verður við gervigreind í auknum mæli í baráttunni við að glæpagengin og kveða niður þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir Svíþjóð.

Tvær sprengjuárásir í Stokkhólmi í morgun
Tvær sprengjur sprungu í úthverfum Stokkhólms í morgun, í Huddinge og Hässelby.

Sænskur draumur eftir hvatvísa ákvörðun Ásu og Leos
Ferðaljósmyndarinn og ævintýrakonan, Ása Steinarsdóttir og eiginmaður hennar, Leo Alsved, festu kaup á rómantísku gulu timburhúsi í Svíþjóð.

Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall
Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar.

Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa
Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa.

Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpaölduna
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir stjórnvöld þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpaölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann ávarpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síðdegis og kynnti breytingar á lögum landsins.

Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna
Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu.

Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum
Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar.