Sænska poppstjarnan sem lifir venjulegu lífi í Garðabæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 10:30 Amit Paul býr í Garðabæ með konu sinni og börnum. Hann og hljómsveit hans A*Teens fóru á langt tónleikaferðalag með Britney Spears upp úr aldamótum. Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens: Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens:
Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira