Emils- og Línu-tónskáldið Georg Riedel látið Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2024 07:52 Georg Riedel varð níutíu ára gamall. Wikipedia Commons Sænska tónskáldið og djasstónlistarmaðurinn Georg Riedel, sem þekktastur er fyrir að hafa samið tónlistina í þáttunum og myndunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti, er látinn. Hann varð níræður að aldri. Fjölskylda Riedel staðfestir í samtali við sænska fjölmiðla að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi samið tónlistina í á fjórða tug kvikmynda. Þekktastur er hann þó fyrir að hafa samið lög á borð við Sumarvísu Ídu og Hlustið góðu vinir og Litli grís í Emil í Kattholti. Þá samdi hann tónlistina í Línu langsokk ásamt Jan Johansson. Riedel gerði sig einnig gildandi á sviði sænskrar djasstónlistar þar sem hann vann meðal annars með söngkonunni Monicu Zetterlund. Hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum og vann tvívegis til hinna sænsku Grammis-verðlauna og þá var hann tekinn inn í Frægðarhöll tónlistarinnar í Svíþjóð árið 2020. Georg Ridel fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu árið 1934 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar þegar hann var fjögurra ára gamall. Móðir hans var læknir og gyðingur og faðir hans stjórnmálamaður og arkitekt. Andlát Svíþjóð Tónlist Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fjölskylda Riedel staðfestir í samtali við sænska fjölmiðla að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi samið tónlistina í á fjórða tug kvikmynda. Þekktastur er hann þó fyrir að hafa samið lög á borð við Sumarvísu Ídu og Hlustið góðu vinir og Litli grís í Emil í Kattholti. Þá samdi hann tónlistina í Línu langsokk ásamt Jan Johansson. Riedel gerði sig einnig gildandi á sviði sænskrar djasstónlistar þar sem hann vann meðal annars með söngkonunni Monicu Zetterlund. Hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum og vann tvívegis til hinna sænsku Grammis-verðlauna og þá var hann tekinn inn í Frægðarhöll tónlistarinnar í Svíþjóð árið 2020. Georg Ridel fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu árið 1934 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar þegar hann var fjögurra ára gamall. Móðir hans var læknir og gyðingur og faðir hans stjórnmálamaður og arkitekt.
Andlát Svíþjóð Tónlist Menning Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“