
Noregur

Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati
Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra.

Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis
Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram.

Leiðin til að elska mig
Kvíði og streita er nánast orðið normið í samfélaginu í dag og það er að gera útaf við okkur manneskjurnar, bæði sem einstaklinga og pör.

Stjúpsonur norska prinsins handtekinn um helgina
Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.

„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói
Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“

466 milljarðir í vasa norskra eldisrisa
Norska Fiskeribladet upplýsti í frétt 5. júlí s.l. að Eldisjöfarm í Sortland í Noregi hafi borgað 905.9 milljónir norskra króna fyrir 2770 tonna opið sjókvíaeldisleyfi á opinberu uppboði í Noregi. Það er um 4.4 milljónir íslenskra króna fyrir hver framleitt tonn. Nú hefur íslenska ríkið úthlutað norsku eldisfyrirtækjunum leyfum til að framleiða 106 þúsund tonn á ári í fjörðum landsins.

Hryðjuverkamaðurinn í Ósló fær þyngsta dóm sögunnar
Zaniar Matapour, sem myrti tvo og særði fjölda annarra á skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Óslóar í júní árið 2022, hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. Það er lengsti fangelsisdómur í norskri réttarsögu.

Norðmenn með sinn stærsta Ólympíuhóp í meira en hálfa öld
Á sama tíma og Íslendingar senda fáa keppendur til keppni á Ólympíuleikunum í París þá eru Norðmenn með risastóran Ólympíuhóp í ár.

Gerum það mögulegt fyrir íslenskar barnafjölskyldur að flytja heim!
Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg.

Klára frekar barneignir í Noregi en að flytja aftur heim
Dóra Sóldís Ásmundardóttir og maðurinn hennar Sindri Ingólfsson búa í Osló Noregi og eiga tvö börn, Flóka og Öglu Guðrúnu, undir þriggja ára aldri. Þau hafa komið sér vel fyrir í Noregi og eiga ekki endilega von á því að koma heim strax.

Skömmin sé Breta, Færeyinga og Norðmanna
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin.

Vinsæll fjallvegur í Noregi lokaður út árið vegna grjóthruns
Tröllastígurinn, einn flottasti vegur heims og vinsæll ferðamannastaður í Noregi, verður lokaður út árið vegna hættu á grjóthruni. Deilur eru um það hvort fylki eða ríkið eigi að borga fyrir viðhald.

Ísland að detta úr tísku
Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim.

Strákarnir okkar með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í riðli á HM
Ísland verður í riðli með Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum á HM í handbolta karla á næsta ári.

Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt.

Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur
Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael.

Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu
Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja.

Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps
Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana.

Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum
Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952.

Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni
Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu.

Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki
Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.

Fulltrúar Talíbana á ráðstefnu í Ósló
Ráðstefnan Afghanistan Future Though Forum hefur farið fram í Ósló síðustu daga þar sem fulltrúar Talíbana eru meðal gesta. Utanríkisráðherra Noregs segir að það séu ekki leiðtogar Talíbana sem sækja fundi heldur fulltrúar á þeirra vegum.

Norski stigakynnirinn hættir við
Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa.

Minni lyfjanotkun og meiri vellíðan í sérstöku heilabilunarþorpi
Minni lyfjanotkun, meiri vellíðan og rólegra andrúmsloft er meðal þess sem starfsmenn heilabilunarþorps í Bærum í Noregi hafa orðið varir við í þorpinu. Það er hannað með mannlega nálgun og inngildingu að leiðarljósi. Einn arkítektanna segir tækifæri til að ná slíkum árangri hér á landi.

Maður á sextugsaldri sagður hafa stungið grunnskóladreng
Drengur á grunnskólaaldri varð fyrir stunguárás þegar hann gekk í skólann í bænum Moss í Óslóarfirðí í Noregi í morgun. Karlmaður á sextugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Dregur úr vinnu og verkefnum
Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall.

HM í handbolta 2031 fer fram á Íslandi
Alþjóða handknattleikssambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót karla í handbolta eftir sjö ár fari fram á Norðurlöndunum.

Segir af sér vegna ritstuldar
Norski heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol hefur sagt af sér embætti eftir að upp komst um ritstuld í tengslum við vinnslu á meistararitgerð hennar í heilbrigðisstjórnun frá árinu 2021.

Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kvartaði um helgina yfir því að fólk frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku væru ekki að flytja til Bandaríkjanna. Þess í stað sagði hann að fólk úr fangelsum „ótrúlegra“ og „hörmulegra“ landa flæddu til Bandaríkjanna.

Síðasta vígi norrænna seðla fallið
Landsbanki Íslands hefur hætt kaupum og sölu á norskum krónum og mun frá og með 3. maí 2024 hætta að kaupa og selja sænskar eða danskar krónur.