Kona látin eftir stunguárás í Noregi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júní 2025 16:52 Hønefoss er um 63 kílómetrum norðvestur af Ósló. Íbúar voru um 16,500 árið 2022. EPA Kona lést eftir að hafa verið stungin úti á götu í morgun í bænum Hønefoss í Noregi. Karlmaður sem grunaður er um verknaðinn hefur verið handtekinn, en lögreglan skaut hann í lærið við handtökuna. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir morð. Frá þessu greinir Verdens gang. Þar segir að tengsl hafi verið milli konunnar og karlsins, en lögreglan vilji ekki upplýsa um frekari smáatriði að svo stöddu. Í skýrslu lögreglunnar frá vettvangi stendur eftirfarandi: „Það var sagt að karlmaðurinn hefði verið með hníf. Þegar lögreglu bar að garði, var einn slasaður og annar var með hníf. Hinn síðarnefndi var skotinn af lögreglumönnum.“ Norsku lögreglunni barst tilkynning um atvikið klukkan 10:46 að staðartíma í morgun. Þegar lögreglu bar að garði var konan þungt haldin af sárum sínum, og var hún flutt á spítala til aðhlynningar. Hún lést klukkan 13:30 að staðartíma. Lögreglan hefur lagt hald á hlut sem líklegt er að hafi verið notaður við verknaðinn, sem ætla má að sé hnífur. Hinn grunaði er nú á spítalanum og verður yfirheyrður þegar hann hefur heilsu til. Mats Henriksen, lögfræðingur hjá norsku lögreglunni segir að maðurinn hafi þegar verið ákærður fyrir morð. Hann segir að fjölmörg vitni hafi verið á vettvangi. „Það er eitt vitni sem hlutaðist til meðan á þessu stóð, og það er verið að yfirheyra eina manneskju,“ segir Henriksen. Lögreglan vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Noregur Erlend sakamál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Frá þessu greinir Verdens gang. Þar segir að tengsl hafi verið milli konunnar og karlsins, en lögreglan vilji ekki upplýsa um frekari smáatriði að svo stöddu. Í skýrslu lögreglunnar frá vettvangi stendur eftirfarandi: „Það var sagt að karlmaðurinn hefði verið með hníf. Þegar lögreglu bar að garði, var einn slasaður og annar var með hníf. Hinn síðarnefndi var skotinn af lögreglumönnum.“ Norsku lögreglunni barst tilkynning um atvikið klukkan 10:46 að staðartíma í morgun. Þegar lögreglu bar að garði var konan þungt haldin af sárum sínum, og var hún flutt á spítala til aðhlynningar. Hún lést klukkan 13:30 að staðartíma. Lögreglan hefur lagt hald á hlut sem líklegt er að hafi verið notaður við verknaðinn, sem ætla má að sé hnífur. Hinn grunaði er nú á spítalanum og verður yfirheyrður þegar hann hefur heilsu til. Mats Henriksen, lögfræðingur hjá norsku lögreglunni segir að maðurinn hafi þegar verið ákærður fyrir morð. Hann segir að fjölmörg vitni hafi verið á vettvangi. „Það er eitt vitni sem hlutaðist til meðan á þessu stóð, og það er verið að yfirheyra eina manneskju,“ segir Henriksen. Lögreglan vilji ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Noregur Erlend sakamál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira