Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:59 María Eldey Kristínardóttir er Íslandsmeistari kvenna í frisbígolfi. Marika Salmi Heimsmeistaramótið í frisbígolfi stendur yfir í Finnlandi um helgina. Ísland á fulltrúa í bæði kvenna- og karlaflokki, sem spila meðal færustu frisbígolfara heims á mótinu. María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María. Frisbígolf Noregur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María.
Frisbígolf Noregur Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira