

Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore.
Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíða, breachforums.is, sem var meðal annars notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi.
Ísland er einn af hástökkvurunum Regnbogakorts ILGA-Europe, regnhlífarsamtaka yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu í ár, og fer upp í annað sæti úr því fimmta. Í tilkynningu kemur fram að Ísland uppfylli nú um 83 prósen af þeim viðmiðum sem ILGA-Europe setur.
Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum.
Bandarískt tímarit hefur lokað fyrir aðgang að nýrri grein sem fjallar á gagnrýninn hátt um sakfellingu yfir hjúkrunarfræðingi fyrir barnadráp á sjúkrahúsi í Bretlandi. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að lokað sé á umfjöllun um málið með dómsúrskurði.
Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn.
Þrír karlmenn eru í haldi lögregluyfirvalda á Bretlandseyjum og liggja undir grun um að hafa unnið fyrir öryggisyfirvöld í Hong Kong. Nákvæmar sakir liggja ekki fyrir.
Kórónuveirufaraldurinn virðist smávægilegur samanborið við þær áskoranir sem mannkynið mun standa frammi fyrir ef þeim bakteríum og veirum heldur áfram að fjölga sem eru ónæmar fyrir lyfjum.
Fiona Harvey, konan sem karakterinn Martha í Netflix-þáttunum Baby Reindeer er byggð á, er á leið í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal um málið. Þar ræðir fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan við hana um hennar hlið sögunnar.
Ian Gelder breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum er látinn, 74 ára gamall. Rúmir fimm mánuðir eru síðan hann greindist með krabbamein í gallblöðru.
John Swinney verður að öllum líkindum næsti formaður Skoska þjóðarflokksins eftir að mótframbjóðandi hans hætti við framboð á síðustu stundu. Þá verður hann einnig líklegast næsti fyrsti ráðherra Skotlands.
Breski leikarinn Bernard Hill leikari er látinn 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic.
Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum.
Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag.
Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun.
Martin Freeman er hættur að vera grænmetisæta eftir að hafa verið það í 38 ár. Hinn 52 ára gamli leikari varð grænmetisæta sem unglingur árið 1986 vegna þess að honum fannst aldrei þægileg tilhugsun að borða dýr.
Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi.
Richard Tandy, hljómborðsleikari bresku sveitarinnar Electric Light Orchestra (ELO), er látinn, 76 ára að aldri.
Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til.
Einn þeirra fimm sem særðust þegar maður vopnaður sverði gekk berserksgang í úthverfi Lundúna í morgun er látinn. Sá var þrettán ára drengur sem lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hann var stunginn.
Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna.
Maður vopnaður sverði af japönskum stíl særði minnst fimm manns í Lundúnum í morgun. Maðurinn réðst á fólk í við Hainault lestarstöðina í úthverfi í norðausturhluta Lundúna, og var hann handtekinn í kjölfarið. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.
Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja.
Atli Örvarsson vann í gærkvöldi BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Silo. Verðlaunin voru afhent í London í gær.
Karl Bretakonungur mun nú aftur sinna konunglegum skyldum sínum samhliða krabbameinsferðinni. Karl Bretakonungur tilkynnti í febrúar síðastliðinni að hann hefði verið greindur með krabbamein og að hann myndi því ekki geta sinnt öllum sínum skyldum.
Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast.
Frumvarp sem leyfir breskum stjórnvöldum að senda suma hælisleitendur til Rúanda var samþykkt endanlega á þinginu þar í nótt. Alþjóðleg mannréttindasamtök og stofnanir fordæma lögin og hvetja bresk stjórnvöld til þess að sjá að sér.
Viktoría Beckkham kryddpía með meiru fagnaði fimmtugsafmælinu sínu um helgina. Hún var á hækjum en söngkonan fótbrotnaði í febrúar síðastliðnum. Allar kryddpíurnar mættu í partýið sem svo sannarlega má segja að hafi verið stjörnum hlaðið.