Á vef Sky News kemur fram að lögreglan í Humberside hafi hafið sakamálarannsókn.
„Talsverð vinna hefur farið fram og við vinnum náið með samstarfsaðilum okkar til að skilja hvað gerðist, og til að veita þeim stuðning sem urðu fyrir áhrifum,“ er haft eftir Craig Nicholson, yfirlögregluþjóni og aðalrannsakenda, á vef Sky News.
Nicholson segir að í kjölfarið hafi 59 ára karlmaður verið handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi í tengslum við áreksturinn. Hann sagði það í tengslum við leit bresku landhelgisgæslunnar að áhafnarmeðlimi Solong sem hefur verið saknað frá því að áreksturinn átti sér stað. Í frétt Sky News segir að maðurinn sé í haldi.
Nicholson segir að í kjölfarið hafi 59 ára karlmaður verið handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi

Fraktskipið Solong skall á efna- og olíuflutningaskipinu MV Stena Immaculate sem lá við akkeri út fyrir strönd Englands. Bæði skip urðu fyrir talsverðu tjóni og svartur reykur steig upp úr báðum skipum og sprengingar glumdu þegar eldur barst að tönkum fullum af þotueldsneyti sem lekur nú út í Norðursjó.