Slasaðist við tökur í Bretlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 10:20 John Goodman er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í Big Lebowski, Argo, Flight og Monsters Inc. Getty John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa. Breski dægurmálamiðillinn The Sun greindi fyrst frá fréttunum í fyrradag og kom þar fram að „ónefnd stjarna“ hefði lent í slysi í Pinewood Studios í Iver Heath og hlotið „alvarlega“ áverka á mjaðmargrind og fótlegg. Fréttaflutningur The Sun virðist hafa verið ögn skeikull því Warner Bros. gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tökur á myndinni hæfust aftur í næstu viku. „Leikarinn John Goodman slasaðist á mjöðm,“ sagði talsmaður Warner Bros. í tilkynningunni sem Variety greinir frá. „Hann hlaut tafarlausa aðhlynningu sem leiddi til stuttrar frestunar á tökum svo hægt væri að gefa honum tíma til að jafna sig. Tökur hefjast í næstu viku þegar John hefur jafnað sig að fullu.“ Verið er að skjóta nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alejandro González Iñárritu í stúdíóinu og fer Tom Cruise með aðalhlutverk í henni. Iñárritu er einnig framleiðandi myndarinnar og skrifar handritið að henni. Síðasta mynd hans var hin sjálfsævisögulega Bardo, falsa crónica de unas cuantas verdades (2022) en þar áður gerði hann The Revenant (2015) sem hlaut þrenn Óskarsverðlaun og mikið lof. Auk Goodman og Cruise fara Sandra Huller, Riz Ahmed, Jesse Plemons og Sophie Wilde með hlutverk í myndinni sem lítið er vitað um. Vinnutitill myndarinnar er Judy og ku hún fjalla um megalómanískan mann sem ætlar sér að bjarga heiminum. Hollywood Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Breski dægurmálamiðillinn The Sun greindi fyrst frá fréttunum í fyrradag og kom þar fram að „ónefnd stjarna“ hefði lent í slysi í Pinewood Studios í Iver Heath og hlotið „alvarlega“ áverka á mjaðmargrind og fótlegg. Fréttaflutningur The Sun virðist hafa verið ögn skeikull því Warner Bros. gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tökur á myndinni hæfust aftur í næstu viku. „Leikarinn John Goodman slasaðist á mjöðm,“ sagði talsmaður Warner Bros. í tilkynningunni sem Variety greinir frá. „Hann hlaut tafarlausa aðhlynningu sem leiddi til stuttrar frestunar á tökum svo hægt væri að gefa honum tíma til að jafna sig. Tökur hefjast í næstu viku þegar John hefur jafnað sig að fullu.“ Verið er að skjóta nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alejandro González Iñárritu í stúdíóinu og fer Tom Cruise með aðalhlutverk í henni. Iñárritu er einnig framleiðandi myndarinnar og skrifar handritið að henni. Síðasta mynd hans var hin sjálfsævisögulega Bardo, falsa crónica de unas cuantas verdades (2022) en þar áður gerði hann The Revenant (2015) sem hlaut þrenn Óskarsverðlaun og mikið lof. Auk Goodman og Cruise fara Sandra Huller, Riz Ahmed, Jesse Plemons og Sophie Wilde með hlutverk í myndinni sem lítið er vitað um. Vinnutitill myndarinnar er Judy og ku hún fjalla um megalómanískan mann sem ætlar sér að bjarga heiminum.
Hollywood Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira