Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 10:20 Vinstra megin má sjá „heilbrigða“ stafýlókokkaveiru en hægra megin hefur ytra lag hennar verið rofið af peptíðum meltikornanna. Weizmann Institute of Science Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta virkni ónæmiskerfisins, sem sérfræðingar segja mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja. Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti. Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti.
Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira