Heilbrigðismál

Þótt þú sért ekki að vinna getur þú samt átt gott líf
Vinna er stór hluti af lífi flestra og þar með óneitanlega partur af sjálfsmynd margra. Það að geta ekki tekið þátt í samfélaginu með vinnuframlagi getur því vakið upp margar tilfinningar.

Bein útsending: Hátíðarþing Blóðbankans
Blóðbankinn fagnar 70 ára afmæli í sínu um þessar mundir og fagnar tímamótanna með hátíðarmálþingi undir yfirskriftinni: Horft til framtíðar.

Að eignast fyrirbura
Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel.

Hvenær eiga stjórnvöld að vera afskiptalítil og hvenær ekki?
Afi minn og amma voru af þeirri kynslóð sem tók öllu af æðruleysi – jafnvel alvarlegum veikindum og örkumlun. Velferðarkerfið var ekki til í þeirri mynd sem við þekkjum það í dag og lífsbaráttan var hörð, eins og hún er enn fyrir marga þjóðfélagshópa.

Forstjóra Landspítalans gert viðvart um alvarlegt atvik í sundlaug
Læknadeild Háskóla Íslands hefur gert formanni Læknafélags Íslands, forstjóra Landspítalans og öðrum stjórnendum sjúkrahússins viðvart um atvik sem á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu.

Sex þúsund „skátar“, sextíu starfsmenn og blóðið rennur
Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins.

Bein útsending: Heilbrigðisþing 2023
Heilbrigðisþing verður að þessu sinni með norrænni skírskotun vegna formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Er árangur af bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu?
Ekki er hægt að leggja næga áherslu á þá staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það er eitt stærsta verkefni stjórnvalda og okkar sem samfélags að ráðstafa kröftum okkar og fjármunum þar sem þeirra er mest þörf og við getum haft sem mest jákvæð áhrif.

Spennandi framtíð gagnadrifins heilbrigðiskerfis
Áætluð útgjöld til heilbrigðismála nema um 343 milljörðum árið 2023. Heilbrigðiskerfið er stærsti einstaki hluti ríkisútgjalda og þriðjungur útgjalda ríkissjóðs. Við viljum flest að áhersla sé á heilbrigðiskerfið í samneyslunni en við viljum líka að vel sé farið með féð, þjónustan sé góð og við getum verið stolt af heilbrigðiskerfinu okkar.

„Við báðum um lítinn púða en fengum Teslu“
Karlmanni með heilabilunarsjúkdóminn Lewy body hefur þrisvar sinnum verið synjað af Sjúkratryggingum Íslands um að fá niðurgreiddan sérstakan stuðningspúða. Púðinn kostar rúmar 180 þúsund krónur. Á endanum fékk maðurinn styrk fyrir sérstökum hjólastól í staðinn. Sá kostar rúmar 790 þúsund krónur.

Mikið álag á bráðamóttökunni
Mikið álag er á bráðamóttökunni í Fossvogi stundina. Þar bíða margir eftir þjónustu.

Um réttinn að vita – erfðafræðileg þekking sem bjargar mannslífum
Íslendingar sitja á einstökum fjársjóði sem er vannýttur en ætti að nýta í þágu þjóðar.

Guðrún Ása frá heilbrigðisráðherra til Kliníkurinnar
Guðrún Ása Björnsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Kliníkurinnar Ármúla. Guðrún Ása hefur undanfarið eitt og hálft ár gegnt stöðu faglegs aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra en lætur nú af þeim störfum.

Fræðadagur skerðir þjónustu heilsugæslunnar
Fræðadagur heilsugæslunnar fer fram í dag. Þar af leiðandi verður skert þjónusta hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, en öllum verkefnum sem hún telur brýn verður sinnt.

Spyr hvort við ætlum að grípa inn í eða sitja hjá
Fjögur prósent Íslendinga eru með erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill að gripið verði inn í snemma, svo draga megi úr alvarleika sjúkdóma vegna breytileikans.

Bein útsending: Lífsnauðsynleg vitneskja
Almenningi er boðið á fræðslufund í húsi Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni klukkan 5 í dag. Þar verða kynntar niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem sýnir að fjögur prósent Íslendinga eru með meðferðartæka erfðabreytileika sem eykur líkur á sjúkdómum svo sem krabbameinum og hjartasjúdómum og styttir lífslíkur.

Gögn eru gulls ígildi
Hið árlega heilbrigðisþing verður haldið þriðjudaginn 14. nóvember í Hörpu. Þingið verður að þessu sinni með norrænni skírskotun í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og munu margir innlendir og erlendir fyrirlesarar stíga á stokk í Norðurljósasalnum.

Baunar á ráðherra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Fjögur prósent Íslendinga með erfðabreytileika sem dregur úr lífslíkum
Einn af hverjum 25 Íslendingum er með meðferðartækan erfðabreytileika sem veldur því að þeir lifa skemur en þeir sem bera hann ekki. Þetta hefur erfðafræðirannsókn á meðferðartækum erfðabreytileikum, sem framkvæmd var af Íslenskri erfðagreiningu, leitt í ljós. Forstjórinn segir gríðarleg tækifæri felast í vitneskjunni.

Golfkylfurnar of þungar og skatan eins og lambakjöt
Fjölskyldumaður sem var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi hefur enn ekki getað snúið aftur til starfa vegna heilsubrests. Hann er meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi af slíkri sýkingu og hvetur heilbrigðiskerfið til að halda betur utan um hópinn.

Binda vonir við fyrirbyggjandi notkun krabbameinslyfsins Anastrozole
Heilbrigðisyfirvöld á Englandi hafa heimilað notkun lyfsins Anastrozole í forvarnarskyni en lyfið hefur lengi verið notað sem meðferð við brjóstakrabbameini.

Áminning til bæklunarlæknis felld úr gildi
Áminning Embættis landlæknis til bæklunarlæknis vegna tveggja aðgerða sem hann framkvæmdi hefur verið felld úr gildi af heilbrigðisráðuneytinu. Um var að ræða aðgerð á öxl og svo krossbandsaðgerð.

Krefjast aukins fjármagns til handa Heyrna- og talmeinastöðinni
Þrettán félagasamtök sem öll tengjast Heyrna- og talmeinastöð Íslands með beinum hætti hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna harðlega fjárveitingar sem stöðin færi til að sinna lögbundnum skyldum sínum og verkefnum.

Ófrjósemi; vegferð von og vonbrigða
Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu.

Óvinnufær eftir átök á bráðamóttökunni: „Ég óttaðist um líf mitt“
Hjúkrunarfræðingur segir að stimpingar milli hennar og sjúklings á bráðamóttökunni í maí 2022 hafa haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér. Hún hafi ekki getað mætt til vinnu í það eina og hálfa ár sem er liðið frá þessu og það hafi haft mikil áhrif á líf hennar.

„Við verðum að kunna okkur hóf í notkuninni“
Samgönguráðherra leggur áherslu á að frumvarp sem tekur á notkun rafhlaupahjóla fái meðferð í þinginu sem fyrst. Þó hjólin séu fínasta samgöngubót verði fólk að kunna sér hóf.

Um áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga óttast alvarleg atvik í starfi
Tæplega áttatíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í starfi samkvæmt nýrri könnun. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir nauðsynlegt að bæta starfsaðstæður.

Óskað eftir endurflutningi ráðherra
Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“.

Átta barna móðir með heilaæxli safnar fyrir aðgerð
Elft hefur verið til söfnunar til styrktar átta barna móður sem glímir við miklar aukaverkanir heilaæxlis og á fyrir höndum heilaaðgerð á þriðjudag. Hún segist jákvæð en um leið kvíðin.

„Þetta er mjög löng og ströng barátta sem er framundan“
Hin þriggja ára gamla Glódís Lea Ingólfsdóttir greindist með illvígt krabbamein í júlí síðastliðnum og í kjölfarið snerist líf hennar og fjölskyldunnar á hvolf. Undanfarna mánuði hefur Glódís þurft að gangast undir stranga lyfjameðferð til að vinna bug á meininu og baráttunni er enn ekki lokið.