Verðbólga hjaðnar hressilega Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2025 09:03 Útsölur í nóvember höfðu meiri áhrif á vísitölu neysluverðs en oftast áður. Vísir/Vilhelm Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. Þetta segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að flugfargjöld til útlanda hafi lækkað um 14,3 prósent og haft 0,31 prósenta áhrif á vísitöluna til lækkunar, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hafi lækkað um 2,2 prósent, -0,11 prósenta áhrif, og föt og skór hafi lækkað um 2,7 prósent, -0,10 prósenta áhrif. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hins vegar hækkað um 0,5 prósent og haft 0,10 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. „Vakin er athygli á því að áhrifa afsláttardaga í nóvember gætir meira að þessu sinni þar sem ekki er einungis um að ræða 2-3 daga eins og áður heldur tilboð sem teygja sig yfir marga daga og jafnvel vikur í mánuðinum.“ Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 3,7 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Vísitala neysluverðs er mæling á verðlagi einkaneyslu og byggir á lögum nr. 12/1995 með síðari tíma breytingum. Vísitala neysluverðs er fastgrunnsvísitala en það þýðir að búin er til ákveðin karfa sem inniheldur vörur og þjónustu og verð hennar er mælt mánaðarlega. Breytingar á verði körfunnar eru svo notaðar til að uppfæra vísitöluna. Innihald körfunnar er uppfært einu sinni á ári og þá er stuðst við rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna ásamt öðrum heimildum. Endurnýjun körfunnar veldur sem slík ekki breytingum á vísitölunni á milli mánaða. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Tengdar fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni. 23. nóvember 2025 11:48 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að flugfargjöld til útlanda hafi lækkað um 14,3 prósent og haft 0,31 prósenta áhrif á vísitöluna til lækkunar, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. hafi lækkað um 2,2 prósent, -0,11 prósenta áhrif, og föt og skór hafi lækkað um 2,7 prósent, -0,10 prósenta áhrif. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hins vegar hækkað um 0,5 prósent og haft 0,10 prósenta áhrif á vísitöluna til hækkunar. „Vakin er athygli á því að áhrifa afsláttardaga í nóvember gætir meira að þessu sinni þar sem ekki er einungis um að ræða 2-3 daga eins og áður heldur tilboð sem teygja sig yfir marga daga og jafnvel vikur í mánuðinum.“ Síðastliðna tólf mánuði hafi vísitala neysluverðs hækkað um 3,7 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,7 prósent. Vísitala neysluverðs er mæling á verðlagi einkaneyslu og byggir á lögum nr. 12/1995 með síðari tíma breytingum. Vísitala neysluverðs er fastgrunnsvísitala en það þýðir að búin er til ákveðin karfa sem inniheldur vörur og þjónustu og verð hennar er mælt mánaðarlega. Breytingar á verði körfunnar eru svo notaðar til að uppfæra vísitöluna. Innihald körfunnar er uppfært einu sinni á ári og þá er stuðst við rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna ásamt öðrum heimildum. Endurnýjun körfunnar veldur sem slík ekki breytingum á vísitölunni á milli mánaða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vísitala neysluverðs er mæling á verðlagi einkaneyslu og byggir á lögum nr. 12/1995 með síðari tíma breytingum. Vísitala neysluverðs er fastgrunnsvísitala en það þýðir að búin er til ákveðin karfa sem inniheldur vörur og þjónustu og verð hennar er mælt mánaðarlega. Breytingar á verði körfunnar eru svo notaðar til að uppfæra vísitöluna. Innihald körfunnar er uppfært einu sinni á ári og þá er stuðst við rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna ásamt öðrum heimildum. Endurnýjun körfunnar veldur sem slík ekki breytingum á vísitölunni á milli mánaða.
Verðlag Tengdar fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni. 23. nóvember 2025 11:48 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni. 23. nóvember 2025 11:48