Glútenlaust gull á grillið Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. júlí 2024 08:01 Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verðlag Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Til að ná í það sem þurfti varð ég að fara í Melabúðina til að ná í glútenlaust brauð en það var ekki til. Fór svo í Nettó á Granda til að ná í glútenlaus snittubrauð en það er sjaldnast til annarsstaðar. Fór svo í Krónuna á Granda til að ná í glútenlausa pizzabotna því þeir eru 100 kalli ódýrari en í Nettó. En þeir voru ekki til í Krónunni þannig að ég fór aftur í Nettó. Glútenlaus pylsubrauð eiga víst að vera til í Krónunni en ég hef aldrei séð þau. Svo fór ég í Bónus í Miðhrauni til að ná í glútenlaus orkustykki, það voru þó til færri en ég vildi kaupa. Fór í þessa Bónusbúð því ég þurfti líka í Kost þarna við hliðina því það er eini staðurinn sem selur glútenlaust mac n' cheese. Svo kom ég við í Firði og fann þar blessuð pylsubrauðin í tveimur stærðum. Þau minni taka hálfa pylsu, XL brauðin passa fyrir íslenska pylsu. Ég keypti 5 pakka af hvorri stærð, 20 pylsubrauð til að eiga næstu vikurnar, tvö eru í hverjum pakka. Einn pakki með tveimur stórum pylsubrauðum kostar 658 krónur eða 329 krónur brauðið. Einn pakki með tveimur litlum kostar 584 krónur eða 292 krónur brauðið. Ég keypti 20 glútenlaus pylsubrauð á 6210 krónur. Venjuleg pylsubrauð frá Myllunni kosta 287, 5 í pakkanum, stykkið á 57 krónur. Krónupylsubrauð kosta enn minna, 256 krónur eða 51 krónu stykkið. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210. Þetta er bara eitt dæmi um kostnaðinn á glútenlausu fæði. Glútenlaust fæði er „lyf“ fólks með selíak-sjúkdóm sem oft er kallað glútenóþol eða glútenofnæmi. Selíak er þó ekki eiginlegt ofnæmi heldur sjálfsofnæmissjúkdómur og er eina meðhöndlunin sem til er við sjúkdómnum glútenlaust fæði ævilangt. Án þess ræðst líkaminn á þarmana, veldur bólgum, fletur út þarmatotur og kemur í veg fyrir næringarupptöku. Ómeðhöndlað getur selíak haft alvarlegar afleiðingar, valdið öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi, taugaröskunum, hjartasjúkdómum, næringarskorti, vaxtarskerðingu og vannæringu og krabbameini í þörmum svo eitthvað sé nefnt, með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Glútenlaust fæði er ekki lífstíll, ekki val fyrir fólk með selíak né eitthvað hollustufæði. Það varð að tískubólu því fólk hélt að það væri svo megrandi. Svo er ekki. Nema þú étir bara gulrætur og annað hreint fæði sem er glútenlaust frá náttúrunnar hendi og borðar enga unna matvöru. Það er ekki hægt að bjóða barni upp á það þegar allir eru í pylsupartýi. Ríkið tekur engan þátt í kostnaði við kaup á „lyfjum“ barns sem þarf að vera á glútenlausu fæði. Einu sinni styrkti ríkið börn á glútenlausu fæði en því var hætt árið 2019. Ástæðan skv. lögfræðingi heilbrigðisráðuneytisins er svo hljóðandi: „Reglugerðinni var breytt á sínum tíma þar sem vöruúrval glútenlausra matvara er orðið mun fjölbreyttara og betra en það var, vörurnar aðgengilegar í venjulegum matvöruverslunum og verð á vörum oft á tíðum sambærilegt við sömu vörur með glúteni“. Ég fór í fimm búðir til að finna það sem ég þurfti þannig að „aðgengilegra“ er afstætt hugtak í þessu samhengi þó ég hafi ekki þurft að fara í heilsubúð sem var eini staðurinn sem seldi þessar vörur dýrum dómum fyrir 10-20 árum. 20 Myllu pylsubrauð kosta 1148 kr. 20 Krónu pylsubrauð kosta 1024 kr. 20 glútenlaus pylsubrauð kosta 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. 6210 kr. Fyrir 20 pylsubrauð... glútenlaus. Hvað þýðir „sambærilegt“ í huga lögfræðings heilbrigðisráðuneytisins? Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun