Hefðbundið eftirlit vegna sjúkdóma bíði þar til í haust eða vor Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 19:30 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vona að breytt fyrirkomulag sé komið til að vera. Vísir/Sigurjón Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira