Lífið

Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hita­einingar á dag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Dmitry Nuyanzin virðist hafa verið vel liðinn og hefur verið minnst á samfélagsmiðlum.
Dmitry Nuyanzin virðist hafa verið vel liðinn og hefur verið minnst á samfélagsmiðlum. Dmitry Nuyanzin/Instagram

Rússneskur þjálfari og áhrifavaldur fór í hjartastopp í svefni og lést, eftir að hafa borðað um 10.000 hitaeiningar á dag í mánuð. Hann hugðist þyngjast til að léttast svo aftur, til að sýna fram á að æfingarprógrammið hans virkaði.

Dmitry Nuyanzin, sem var búsettur í borginni Orenburg í Rússlandi, át sætabrauð og kökur í morgunmat, 800 grömm af fylltum hveitibollum (e. dumplings) með mæjónesi í hádegismat og hamborgara og pizzur í kvöldmat. Þess á milli borðaði hann kartöfluflögur.

Hann hafði þyngst um 13 kíló en stefndi á að bæta á sig 22 kílóum og missa þau svo aftur með notkun æfingarprógrammsins. Hann hafði heitið að greiða öllum þeim sem notuðu prógrammið til að missa tíu prósent af líkamsþyngd sinni fyrir áramót 100 dollara.

Áður en hann lést hafði Nuyanzin kvartað yfir því að líða illa og tjáði vinum að hann ætlaði að fara til læknis. Hann fór hins vegar í hjartastopp á meðan hann svaf og lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.