
Frakkland

Karabatic tók met Guðjóns í sigri Frakka
Frakkland hafði betur gegn Króatíu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á EM í handbolta en í leiknum bætti Nikola Karabatic ótrúlegt met.

Búningablæti Frakklandsforseta
Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tilkynnti í vikunni, að hafið væri tilraunaverkefni þar í landi í þá veru, að skólakrakkar klæddust skólabúningum. Telur forsetinn, að skólabúningar geti gert margvíslegt gagn, m.a. dregið úr stéttaskiptingu og aukið virðingu fyrir skólastarfi.

Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti
Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni.

Verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Frakklands
Gabriel Attal hefur verið skipaður nýr forsætisráðherra Frakklands og verður hann jafnframt sá yngsti til að gegna embættinu í sögunni. Hann hefur síðustu mánuði gegnt embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Macrons forseta.

Segir af sér embætti forsætisráðherra
Élisabeth Borne, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér embætti eftir minna en tvö ár í starfi.

Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“
Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar.

Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni
Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin.

Létust í snjóflóði á skíðum í Ölpunum
Bresk kona og sonur hennar eru sögð hafa látist í frönsku Ölpunum þegar snjóflóð féll við Mont Blanc.

Fyrsta konan til að vera metin á 100 milljarða dala
Françoise Bettencourt Meyers, erfingi L'Oréal veldisins, er fyrsta konan til að vera metin á yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt Meyers, sem er 70 ára, er í 12. sæti á Bloomberg Billionaires Index.

Jacques Delors er látinn
Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall.

Íþróttahöll toppliðs í Frakkland brann um jólin
BCM Gravelines-Dunkerque spilar í efstu deild í franska körfuboltanum en félagið er heimilislaust eftir jólahátíðina.

Móðir og fjögur börn fundust myrt í Frakklandi
Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 33 ára karlmann eftir að kona og fjögur börn fundust látin í húsi skammt frá höfuðborginni París.

Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame
Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga.

Grunaður um morð á fjórum börnum og barnsmóður á jóladag
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri París í nótt eftir að lík fjögurra barna hans og móður þeirra fundust í íbúð skömmu frá höfuðborginni í gær. Lögreglan í Frakklandi rannsakar málið sem morð.

Meint mansalsvél fékk að fara frá Frakklandi
Flugvél sem hafði verið kyrrsett í Frakklandi frá því á fimmtudag, vegna gruns um að farþegar hennar væru fórnarlömb mansals, var flogið til Indlands í dag.

Macron ver afar umdeilt útlendingafrumvarp
Emmanuel Macron Frakklandsforseti var til viðtals í fréttaskýringaþætti á France 5 í gær, þar sem hann varði meðal annars umdeilt lagafrumvarp um útlendinga sem samþykkt var á þinginu í vikunni.

Kvensjúkdómalæknir fundinn sekur um þjóðarmorð
Sosthene Munyemana, 68 ára fyrrverandi kvensjúkdómalæknir, hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi í Frakklandi fyrir aðkomu sína að þjóðarmorði Hútúa á Tútsí-mönnum í Rúanda árið 1994.

Hafa ítrekað framleitt umframorku með kjarnasamruna
Ári eftir að bandarískir vísindamenn náðu að framleiða umframorku með kjarnasamruna á tilraunastofu í fyrsta sinn, hefur þeim ítrekað tekist að gera það aftur. Til stendur að fjölga rannsóknarstöðvum í Bandaríkjunum þar sem unnið er að orkuframleiðslu með kjarnasamruna.

Pilturinn er kominn aftur til Bretlands
Hinn sautján ára Alex Batty, sem fannst í Frakklandi á miðvikudag eftir að hafa verið saknað í sex ár, er kominn aftur til Bretlands samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester.

Fannst í Frakklandi eftir sex ára leit
Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook.

Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð
Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil.

Fundu hundrað milljóna króna hring í ryksugupoka
Starfsmenn Ritz-hótelsins í París fundu nýlega hring sem er virði rúmlega hundrað milljóna íslenskra króna í ryksugupoka. Eigandi hringsins hafði sakað starfsmann hótelsins um að ræna hringnum.

Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu.

Yfirmaður veitingastaðar í Bordeaux ákærður vegna eitraðra matvæla
Yfirmaður veitingastaðarins Tchin Tchin Wine Bar í Bordeaux í Frakklandi hefur veirð ákærður í tengslum við andlát konu en hún var meðal sextán gesta staðarins sem veiktist eftir að hafa snætt þar í september síðastliðinum.

Glimmer, glamúr og glæsileiki í þrítugsafmælisferð í París
Helstu áhrifvaldaskvísur landisns, þær Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir, Sigríður Margrét Ágústsdóttir, fögnuðu þrítugsafmæli raunveruleikastjörnunnar Hildar Sifjar Hauksdóttur í París um helgina.

Stuðningsmaður Nantes stunginn til bana
Stuðningsmaður Nantes lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn fyrir leik liðsins gegn Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn.

Einn látinn og annar særður í stunguárás
Einn var stunginn og annar særður þegar árásarmaður vopnaður eggvopni réðst á vegfarendur í miðborg Parísar, nálægt Eiffel-turninum.

A WEIRD timing
Over the recent weeks, several leaders from the WEIRD (White/Western, Educated, Industrialized, Rich, and Developed/Democratic) world have expressed criticism for Israel's indiscriminate attacks in the occupied Palestinian territory (oPt).

Dæmdur fyrir að afhöfða mann með flugvél
Franskur flugmaður hefur verið sakfelldur fyrir að afhöfða fallhlífarstökkvara með flugvélarvæng árið 2018. Flugmaðurinn flaug á fallhlífarstökkvarann, sem hafði skömmu áður stokkið úr þessari sömu flugvél, í um fjögur þúsund metra hæð.

Þingkona sakar kollega um byrlun
Sandrine Josso, þingkona á franska þinginu hefur sakað öldungardeildarþingmanninn Joël Guerriau um að hafa byrlað sér þar sem hún var gestur á heimili hans í síðustu viku.