Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:11 Netanyahu og Smotrich ráða ráðum sínum. epa/Ronen Zvulun Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna og Frakka um þriggja vikna hlé á átökum milli Ísrael og Hezbollah. Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira