Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:11 Netanyahu og Smotrich ráða ráðum sínum. epa/Ronen Zvulun Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna og Frakka um þriggja vikna hlé á átökum milli Ísrael og Hezbollah. Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira
Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Heilsu páfans hrakar skyndilega Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Sjá meira