Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2024 08:11 Netanyahu og Smotrich ráða ráðum sínum. epa/Ronen Zvulun Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, hefur hafnað tillögum Bandaríkjamanna og Frakka um þriggja vikna hlé á átökum milli Ísrael og Hezbollah. Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Ráðherrann segir í færslu á samfélagsmiðlum að aðgerðir Ísraelsmanna í norðurhluta landsins geti aðeins endað með tortímingu Hezbollah, til að koma í veg fyrir að samtökin valdi íbúum á svæðinu meiri skaða. Ekki megi gefa Hezbolla ráðrúm til að ná aftur vopnum sínum eftir högg síðustu daga og vikna. Uppgjöf Hezbollah sé eina leiðin til að tryggja öryggi í norðurhluta Ísrael. Ekki er ljóst hvort um er að ræða formlega afstöðu Ísraelsstjórnar en segja má að ríkisstjórnin sé klofin í mis-herskáar fylkingar. Smotrich er meðal þeirra sem vill ganga lengst gegn Hamas og Hezbollah og hefur það markmið lífs síns að koma í veg fyrir stofnun Palestínuríkis. Leiðtogar í norðurhluta Ísrael, þaðan sem íbúar hafa neyðst til að flýja síðustu mánuði vegna árása Hezbollah, hafa sömuleiðis hafnað vopnahléi. „Það er tími fyrir samningaviðræður, þetta er ekki sá tími. Þetta er tími fyrir stríð. Við megum ekki láta undan alþjóðlegum þrýstingi,“ segir formaður héraðsstjórnar Efri-Galíleu. Ísraelsher sagðist í morgun hafa ráðist gegn 75 skotmörkum Hezbollah í Beqaa og suðurhluta Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja fjóra hafa látist í árásunum, sem eru sagðar hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum, vopnageymslum og fleiri innviðum. Vopnahléstillaga Bandaríkjanna og Frakklands gengur út á að koma á tímabundnum friði til að greiða fyrir viðameiri samningaviðræðum um varanlegum friði á svæðinu. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skóf ekki utan af því á öryggisráðsfundi í gær og sagði „allt að fara til fjandans í Líbanon“. Háttsettur embættismaður innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum sagði í gærkvöldi að von væri á formlegum svörum frá Ísrael og Hezbollah „á næstu klukkkustundum“.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Frakkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira