Vinna að þriggja vikna vopnahléi á milli Ísrael og Hezbollah Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 23:05 sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, greindi frá því á fundi öryggisráðsins að Frakkar og Bandaríkjamenn væru að vinna saman. Vísir/EPA Frakkar og Bandaríkjamenn vinna nú að því í sameiningu að semja um 21 daga vopnahlé á milli Hezbollah samtakanna og Ísrael. 72 létust í árásum Ísraela á Líbanon í dag og hundruð særðust. Alls eru um 600 látin í árásunum. Fyrr í dag var greint frá því að mögulega ætlaði Ísrael í landhernað í Líbanon. „Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
„Það er möguleiki á diplómatískri lausn. Síðustu daga höfum við unnið með bandarískum félögum okkar að tímabundnu vopnahléi í 21 dag sem myndi gefa færi á samningaviðræðum,“ sagði Jean-Noël Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í kvöld. Guterres var harðorður í ávarpi sínu.Vísir/EPA Hann sagði að planið yrði brátt gert opinbert og að treyst væri á að báðir aðilar myndu samþykkja það án tafar til að vernda almenna borgara og svo hægt verði að hefja diplómatískar samningaviðræður. Barrot er á leið til Líbanon við lok þessarar viku. „Þetta er krefjandi leið, en þetta er möguleg leið,“ sagði Barrot. Hann varaði jafnframt við því í ávarpi sínu að staða Líbanon sé afar veik nú þegar. Verði stríð þar sé ekki tryggt að hægt sé að byggja það upp aftur. Stígi frá brúninni Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar í kvöld um stöðuna í Líbanon. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í ávarpi sínu að allt væri að fara til helvítis í Líbanon og að landið sé á barmi. Hann kallaði eftir því í ávarpi sínu að íbúar í suðurhluta Líbanon og norðurhluta Ísrael geti snúið aftur heim. Hann sagði mánudaginn þann blóðugasta í langan tíma í Líbanon. Hann kallaði eftir því að drápin væri stöðvuð og eyðileggingin. „Stígið frá brúninni,“ sagði Guterres í ræðu sinni. „Fólkið í Líbanon, fólkið í Ísrael og fólkið í heiminum hefur ekki efni á því að Líbanon verði annað Gasa,“ sagði Guterres. Ávarpar SÞ á föstudag Fjallað er um fundinn á vef breska miðilsins Guardian. Þar kemur fram að sendifulltrúi Ísrael hafi sagði Ísrael vilja diplómatíska lausn en ef það tækist ekki myndi Ísrael nota allar aðrar leiðir sem þeir hafi. Þá sagði hann forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, á leið á fundinn og að hann muni ávarpa Sameinuðu þjóðirnar á föstudag. Fundurinn er enn í gangi og hægt að horfa á hann hér að neðan.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Frakkland Bandaríkin Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira