„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 10:25 Börn Pélicot-hjónanna (frá vinstri til hægri), David, Caroline Darian og Florian, mæta í dómsalinn í Avignon á fimmtudag. AP/Joly Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira