„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 10:25 Börn Pélicot-hjónanna (frá vinstri til hægri), David, Caroline Darian og Florian, mæta í dómsalinn í Avignon á fimmtudag. AP/Joly Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira