Næsta gusa lendi á landinu annað kvöld Langvarandi veðurviðvaranir eiga loks að falla úr gildi í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra en gul viðvörun á vestan-, norðan, og austanverðu landinu. Veður 6. júní 2024 20:41
Grasið vel sprottið og heyskapur hafinn Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag. Bændur á Þorvaldseyri segjast finna til með starfssystkinum sínum norðan heiða. Innlent 6. júní 2024 20:40
Appelsínugular og gular viðvaranir enn í gildi Veðrið sem gengið hefur yfir landið er enn að setja strik í reikninginn hjá mörgum en gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, á Norðurlandi eystra, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu. Enn á síðan að bæta í vindinn og síðdegis verða komnar appelsínugular viðvaranir á Vestfjörðum um tíma og á Norðurlandi vestra þar sem spáin gerir ráð fyrir hvassviðri með rigningu, slyddu eða snjókomu. Á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði taka gular viðvaranir gildi síðdegis til klukkan þrjú í nótt. Innlent 6. júní 2024 07:28
Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. Lífið 5. júní 2024 14:34
Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. Innlent 5. júní 2024 14:25
Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið Innlent 5. júní 2024 12:48
Áfram hríðarveður fyrir austan Áfram er spáð hríðarveðri norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustantil á landinu. Veður 5. júní 2024 10:34
Kalt loft, stormur, úrkoma, rigning, slydda og snjókoma á landinu Víðáttumikil lægð er nú stödd austur af landinu og beinir hún köldu lofti úr norðri til landsins og fylgir talsverð úrkoma, rigning eða slydda við sjávarmál og snjókoma inn til landsins á Norður- og Austurlandi. Veður 5. júní 2024 07:15
Stærðar snjóskaflar og nagladekkin sett aftur á Tveggja metra snjóskaflar og hríðarbylur blasti við starfsmönnum Landsvirkjunar þegar þeir mættu til vinnu í morgun á Þeistareykjum á Norðurlandi. Öll ummerki sumars voru fjarlægð á einni nóttu á svæðinu en eins og greint hefur verið frá gildir appelsínugul veðurviðvörun víðs vegar á landinu í dag. Innlent 4. júní 2024 17:01
Svalir við það að fjúka af húsi í óveðrinu „Veðrið setti strik í ferðir fólks í gærkvöldi og nótt,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu um verkefni slysavarnafélagsins síðastliðinn sólarhring en vont veður hefur verið víða um landið. Að sögn Jóns Þórs var veðrið verst á norð- austur horninu. Innlent 4. júní 2024 10:45
Leifar af heimskautavetrinum valda usla Veðurfræðingur segir „volduga“ 976 millibara lægð vera norðaustur af landinu, um 350 kílómetra norðaustur af Langanesi, og færast nær landinu. Segja megi að um sé að ræða leifarnar af heimskautavetrinum. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á stærstum hluta landsins í dag og á morgun og gul annars staðar hluta dagsins. Veður 4. júní 2024 08:44
Vegum lokað vegna veðurs Hringveginum um Öxnadalsheiði auk Mývatns- og Möðrudalsöræfa verður lokað í kvöld vegna veðurs. Eins er líklegt að gripið verði til lokana á Suðausturlandi. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi um um allt land. Innlent 3. júní 2024 13:31
Köld norðlæg átt á leiðinni og veður fer ört versnandi Djúp lægð norðaustur af landinu beinir nú til okkar kaldri norðlægri átt. Fyrri part dags má gera ráð fyrir að vindur verði yfirleitt ekki hvass og úrkoma hvergi mikil, en síðdegis fari veður ört versnandi á Norður- og Austurlandi. Veður 3. júní 2024 07:16
Spá appelsínugulri viðvörun á morgun Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austur- og Suðausturlandi og á miðhálendi á morgun. Veður 2. júní 2024 16:43
Illviðri miðað við árstíma Næstu daga er útlit fyrir óvenjulegt illviðri miðað við árstíma. Gul viðvörun er í gildi þar til á miðnætti 5. júní miðvikudag. Hvatt er til þess að huga að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geti verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Veður 2. júní 2024 08:07
Veðurspá slæm fyrir vikuna og bændur hvattir til að huga að búfénaði Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir næstu viku, en undir kvöld á mánudag má búast við norðan og norðvestan hvassviðri eða stormi víða um land. Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra eru bændur hvattir til að huga að bústofni sínum og koma honum í skjól. Innlent 1. júní 2024 16:25
Samfelld rigning á Suðvesturlandi en þurrt á Vestfjörðum Í dag verður suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og hvassast norðvestan til. Þá verður nokkuð samfelld rigning og súld suðvestanlands, en rigning öðru hverju fyrir norðan og austan. Á Vestfjörðum verður þó líklega alveg þurrt. Veður 31. maí 2024 07:29
Regnsvæði á leið yfir landið Regnsvæði er nú á leið austur yfir land í morgunsárið, í kjölfarið á því styttir upp og það léttir til norðaustan- og austanlands eftir hádegi. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að næstu daga sé suðvestanátt í kortunum, upp í stinningskalda eða allhvassan vind norðvestantil í dag. Veður 30. maí 2024 07:36
Vætan minnkar smám saman og birtir til Í nótt var rigning eða súld nokkuð víða á landinu. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að vætan sé nú smám saman að minnka. Það verði væntanlega þurrt að kalla eftir hádegi og birti jafnvel upp um tíma vestanlands. Vindurinn í dag verður fremur hægur, úr norðvestri eða vestri. Veður 29. maí 2024 07:21
Skýjað og dálítil væta í dag Í dag má búast við hægri og breytilegri vindátt. Þá verður skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur svo fram að í kvöld komi úrkomubakki inn á vestanvert landið með rigningu og súld og vestan fimm til tíu metrar á sekúndu. Þá fer aðeins að hreyfa vind. Veður 28. maí 2024 07:25
Malbika hægri akrein Reykjanesbrautar á morgun Vegagerðin stefnir á að fræsa og malbika hægri akrein á Reykjanesbraut, á milli gatnamóta við Vogaveg og Grindavíkurveg á morgun. Innlent 26. maí 2024 10:50
Um 18 stig á Norðausturlandi í dag Í dag verður suðaustanátt og þrír til tíu metrar á sekúndu. Það væri verið skýjað og sums staðar lítilsháttar væta eða stöku skúrir en bjart með köflum norðaustanlands. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að þar sem að vindur er hægari í dag en í gær sé líklegt að hafgolan nái sér á strik á Norðausturlandi. Veður 26. maí 2024 07:13
Líklega síðasta veðurviðvörunin í bili Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu. Enn er í gildi gul veðurviðvörun á Breiðafirði og Miðháheldi. Það gæti orðið vel hlýtt á norðausturlandi í dag. Veður 25. maí 2024 07:30
Svipað og frekar róleg haustlægð Hvassviðrinu á landinu vestanverðu í dag svipar til frekar rólegrar haustlægðar, að sögn veðurfræðings. Á sama tíma er útlit fyrir steikjandi hita og sólskin norðan heiða alla helgina. Innlent 24. maí 2024 21:25
Gul viðvörun: Fyrsta trampólínið þegar fokið Gul viðvörun tekur gildi klukkan 08 víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta trampólínið er þegar fokið í Kópavogi. Veður 24. maí 2024 07:35
Þykknar upp síðdegis og hvessir í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu en hvessa þegar líður á daginn. Veður 23. maí 2024 07:14
Skúrir vestantil en bjartara fyrir austan Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag þar sem búast má við skúrum á vestanverðu landinu, en hægari og björtu með köflum fyrir austan. Veður 22. maí 2024 06:40
Fremur vætusamt um sunnan- og vestanvert landið Hægt minnkandi lægð er nú nærri kyrrstæð skammt vestur af landinu og beinir suðlægum áttum til landsins. Gera má ráð fyrir að verði fremur vætusamt um landið sunnan- og vestanvert, en lengst af þurrt og bjart fyrir norðan og austan. Veður 21. maí 2024 07:11
Vindur talsvert hægari en í gær Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu. Veður 20. maí 2024 08:18
Varasamt að ferðast á sumardekkjum í kvöld Vonskuveður gengur nú yfir landið og gular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum. Veðurfræðingur mælir með að fólk á farandsfæti ferðist frekar á morgun en í kvöld. Innlent 19. maí 2024 19:18