Veður

Hæg­viðri og þoku­súld framan af degi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Í dag verður skýjað og dálítil súld á vestanverðu landinu framan af degi.
Í dag verður skýjað og dálítil súld á vestanverðu landinu framan af degi.

Í dag verður hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en minnkandi suðvestanátt norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað eystra.

Gengur í norðan og norðaustan 5-13 seinnipartinn með dálítilli vætu, en léttir til á Suðvesturlandi.

Hægari austlæg átt á morgun og skúrir eða él norðan og austantil, en annars skýjað að mestu. Hiti 4 til 10 stig í dag, en kólnar í kvöld, hiti 1 til 7 stig á morgun.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að hægviðri verði í dag og víða þokusúld en áfram bjart austanlands.

„Þegar líður á daginn gengur í norðan og norðaustan 5-13 m/s og þykknar upp með dálítilli rigningu norðantil en birtir til syðra. Hiti 5 til 10 stig framan af degi en kólnar svo. Útlit fyrir svala norðaustanátt með éljum norðaustantil en skúrum við suðurströndina á sunnudag. Svo er útlit fyrir að kólni enn frekar dagana þar á eftir.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Austan og norðaustan 3-13 m/s, hvassast suðaustanlands. Skýjað að mestu, dálítil væta á stöku stað og lítilsháttar él norðaustantil. Hiti 1 til 7 stig.

Á mánudag:

Norðaustan 5-15 m/s, hvassast á norðvestanverðu landinu. Snjókoma eða él fyrir norðan, en slydda eða rigning suðvestantil og snjókoma á heiðum. Lengst af þurrt á Suðausturlandi. Kólnandi veður.

Á þriðjudag:

Norðaustan 8-13, él og hiti um frostmark. Léttir til sunnan- og vestanlands og hiti að 4 stigum að deginum.

Á miðvikudag:

Norðlæg átt og víða bjart, en skýjað og lítilsháttar él fyrir norðan. Hiti um og undir frostmarki.

Á fimmtudag og föstudag:

Útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og þurrt að kalla, en að mestu bjart sunnantil. Frost 0 til 5 stig yfir daginn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×