Innlent

Varað við hálku á Hellis­heiði

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikil þoka er á Hellisheiði og hálka.
Mikil þoka er á Hellisheiði og hálka. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi.

Þorsteinn M. Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að einn bíll hafi oltið á milli Hveragerðis og Reykjavíkur.

„Það er tilefni til að vara fólk við aðstæðum á heiðinni. Þarna hefur myndast hálka og tvö umferðaróhöpp hafa orðið í morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×