Innlent

Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem að­stæður geti orðið hættu­legar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Surðurstrandavegur við sunnanvert Fagradalsfjall og Borgarfjall.
Surðurstrandavegur við sunnanvert Fagradalsfjall og Borgarfjall. Vísir/Jóhann

Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er sérstaklega varað við ferðum á Fagradalsfjall næstu 48 klukkustundir vegna slæmrar veðurspár, en gul veðurviðvörun er í gildi og bent er á að aðstæður á svæðinu geti „geti breyst hratt og orðið hættulegar á skömmum tíma. 

Því er ferða- og göngufólki eindregið ráðlagt að fresta ferðum inn á svæði, einnig í ljósi þess að óvissustig Almannavarna er enn í gildi á svæðinu vegna jarðhræringa. 

„Einnig er áréttað að svæðið er varasamt, og leitar- og björgunaraðgerðir á svæðinu geta verið afar erfiðar við slíkar aðstæður sem geta myndast. Lögreglan á Suðurnesjum fylgjast náið með þróun veðurs og aðstæðum á svæðinu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×