

Uppskriftir
Uppskriftir að mat úr öllum áttum.


Heimalagaður jólaís
Uppskriftin dugar fyrir sex til átta manns. Það er líka gott að bræða 3 Mars-stykki út í 1 dl. rjóma og búa til heita súkkulaðisósu á ísinn.

Jólavínarbrauð
Eygerður Sunna Arnardóttir sendi okkur uppskrift að jólavínarbrauði með glassúr.

Jólabökur
Ýmis heiti hafa verið notuð á þessar finnsku bökur en eftir að fólkið frá Kirjálahéraði dreifðist um allt Finnland eftir stríð hafa þær gengið undir nafninu Karjalan piirakat eða bökur frá Kirjála. Þær eru bestar volgar og nýbakaðar.

Unaðsleg eplakaka með möndlum
Á veturna þegar kuldi og myrkur færast yfir er fátt sem lætur manni líða jafn vel og ljúffeng og ilmandi eplakaka beint úr ofninum. Með þeyttum rjóma, ískúlum og örlitlum kanil verður úr fullkomin blanda.

Ekta amerískur kalkúnn
Best er að elda kalkúninn við 200°fyrstu 15 mínúturnar. Síða er hitinn lækkaður í 125°og kalkúnninn bakaður í þrjá tíma. Það fer eftir stærð fuglsins hve lengi þarf að elda hann og það er nauðsynlegt að nota kjarnhitamæli.

Amerískar smákökur
Þessar amerísku smákökur sendi Björg Hilmisdóttir.
Brúnkaka
Klassísk og góð

Kókosæði fyrir hátíðarnar
Þessa uppskrift að Kókosæði sendi Birgitta Elín Helgadóttir okkur.

Piparkökuhús
Það eru ekki jól hjá mörgum án þess að piparkökuhús sé bakað.

Laxa sashimi
Uppskrift frá Jóa Fel.

Alltaf fíkjuábætir á jólunum
Hjá mörgum er mesta tilhlökkunarefni jólanna að njóta veislufanga, enda beinlínis tilskipaður tími til að sleppa sér í lífsins lystisemdum. Á Hótel Holti ríkir skilningur á sætri þörf jólanna og þar eru galdraðar fram ómótstæðilegar unaðskrásir sem sóma sér vel að lokinni máltíð

Bessastaðakökur
Bræðið smjörið við hægan hita, látið síðan storkna.

Flatkökur
Blandið öllum þurrefnunum saman, setjið heita mjólkina saman við og hrærið í gott deig.

Hnoðuð terta
Hveitið og lyftiduftið er sáldað.

Kjötbollur í hátíðarbúning
Gói eldaði ljúffengar kjötbollur í hátíðarbúning í matreiðsluþætti Rikku á Stöð 2 í gærkvöldi.

Bounty toppar
Þeytið vel saman smjör og sykur.

Hafraský
Þessa uppskrift að „Hafraskýjum" sendi Lára Kristín Traustadóttir okkur.

Litla góða akurhænan
Akurhænu og granatepla er beggja getið í biblíunni og því við hæfi um jólaleitið. Leifur Kolbeinsson gefur hér uppskrift að akurhænu með gómsætu granatepli.

Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna
Allir í fjölskyldunni geta haft jafn gaman af því að borða og baka góðar smákökur hvort sem þeir eru níu ára eða níutíu og níu. Krakkar í heimilisfræðivali í 9. bekk í Rimaskóla fóru í jólagallan og bökuðu nokkrar fjölskylduvænar smákökusortir fyrir jólin.

Prins póló kökur
Sykur, egg og smjörlíki er hrært saman.

Haustkræsingar Rósu: Rauðrófurisotto
Matarinnslag úr Íslandi í dag þar sem Rósa Guðbjartsdóttir eldar ómótstæðilegar haustkræsingar á sinn einstaka hátt. Kíkið síðan á uppskriftirnar og spreytið ykkur sjálf.

Haustkræsingar Rósu: Brokkolísúpa með osti
Matarinnslag úr Íslandi í dag þar sem Rósa Guðbjartsdóttir eldar ómótstæðilegar haustkræsingar á sinn einstaka hátt. Kíkið síðan á uppskriftirnar og spreytið ykkur sjálf.

Lambalæri með blóðbergi, rjúpnalaufi og berjum
Rómantík ræður ríkjum hjá ungum, íslenskum hjónum í litlu koti í New York, en þar stendur húsfreyjan keik í eldhúsinu og nýtur þess að baka og elda ofan í þakklátan eiginmann sinn, og allt fyrir opnum tjöldum á netinu fyrir aðra að njóta.

Himneskar karamellukökur Rikku
Friðrika Hjördís Geirsdóttir er landsmönnum að góðu kunn, ekki síst fyrir skrif og þætti um matreiðslu.

Smálúða á la KEA
Sigurbjörn Benediktsson kokkur á Hótel Kea á Akureyri opnaði eldhúsið fyrir okkur og eldaði dýrindis máltíð sem samanstendur af smálúðu, humar og kartöflum. Þá gerir hann einnig holla og bragðgóða skyrsósu sem svíkur engann.

Morgunvöfflur án glútens
Hjónin Tína Guðbrandsdóttir Jezorski og Sigurjón Hansson sneiða hjá glúteni í mataræði sínu eftir að Sigurjón greindist með óþol. Einn vinsælasti rétturinn á þeirra borði eru vöfflur eða lummur sem þau hjón gæða sér á í morgunmat nokkrum sinnum í viku.

105 réttir úr stofu 105
Andrea Guðmundsdóttir og Margrét Þóra Þorláksdóttir úr mötuneyti LHÍ hafa gefið út matreiðslubók.

Cheviche í sumar
Hráir fiskréttir eiga vel við á heitum sumardögum og eru fljótlegir í framkvæmd. Oddný Magnadóttir gefur lesendum uppskrift að sumarlegu "cheviche“.

Sumarlegt sjávarréttasalat með stökku hvítlauksbrauði
Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir hefur vakið athygli fyrir metnaðarfulla bloggsíðu þar sem hún birtir uppskriftir að því sem hún er að elda ásamt myndum.