Aðventukræsingar Rósu: Girnilegir eftirréttir um jólin 21. desember 2011 16:08 Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskrift að súkkulaðifreistingu sem lætur súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. Einnig bökuðum, fylltum eplum sem er fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól Úr Íslandi í dag á Stöð 2. 1) a) Súkkulaðifreisting Sannir sælkerar kætast og súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. f. 4-63 dl rjómi250 g suðusúkkulaði3 eggjarauður1/3 tsk. salt2 msk. smjör1 msk.kaffilíkjör eða 1 tsk. vanilludropar Hitið rjómann í potti við vægan hita. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðið saman við þar til það bráðnar. Hrærið vel. Hrærið eggjarauðurnar og saltið vel saman. Bætið 1 dl af súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjarauðurnar. Hellið síðan blöndunni í pottinn og hrærið mjög vel. Hrærið svo smjörinu og líkjörnum eða vanilludropunum saman við. Hellið í litlar skálar, bolla eða glös og kælið í ísskáp í a.m.k. 2 tíma. Skreytið með berjum eða ferskri myntu, ef vill. b) Bökuð, fyllt epli Fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól.4 lítil eplisúkkulaði, rúsínur, hnetur, möndlur, sykurpúðar ofleplaediksykurþeyttur rjómi eða ískanilstangir til skrauts Skerið ofan af eplunum, kjarnhreinsið þau og skafið varlega innan úr þeim þar til pláss er orðið fyrir fyllinguna. Fyllið eplin með hverju því góðgæti sem ykkur dettur í hug, súkkulaði, sykurpúðum, hnetum, rúsínum eða öðru. Hellið síðan vænum slatta af eplaediki í eldfast mót (má nota líka bara vatn ef edik er ekki til staðar) og stráið svolitlum sykri yfir vökvann. Raðið eplunum í fatið og bakið í 15-20 mínútur við 170 gráður. Setjið síðan þeyttan rjóma eða ís yfir hvert epli, skreytið með kanilstöng og berið fram. Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Rósa Guðbjarts eldar hér og gefur uppskrift að súkkulaðifreistingu sem lætur súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. Einnig bökuðum, fylltum eplum sem er fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól Úr Íslandi í dag á Stöð 2. 1) a) Súkkulaðifreisting Sannir sælkerar kætast og súkkulaðiunnendur hreinlega falla í stafi. f. 4-63 dl rjómi250 g suðusúkkulaði3 eggjarauður1/3 tsk. salt2 msk. smjör1 msk.kaffilíkjör eða 1 tsk. vanilludropar Hitið rjómann í potti við vægan hita. Takið af hitanum og hrærið súkkulaðið saman við þar til það bráðnar. Hrærið vel. Hrærið eggjarauðurnar og saltið vel saman. Bætið 1 dl af súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjarauðurnar. Hellið síðan blöndunni í pottinn og hrærið mjög vel. Hrærið svo smjörinu og líkjörnum eða vanilludropunum saman við. Hellið í litlar skálar, bolla eða glös og kælið í ísskáp í a.m.k. 2 tíma. Skreytið með berjum eða ferskri myntu, ef vill. b) Bökuð, fyllt epli Fallegur og spennandi eftirréttur á aðventu eða um jól.4 lítil eplisúkkulaði, rúsínur, hnetur, möndlur, sykurpúðar ofleplaediksykurþeyttur rjómi eða ískanilstangir til skrauts Skerið ofan af eplunum, kjarnhreinsið þau og skafið varlega innan úr þeim þar til pláss er orðið fyrir fyllinguna. Fyllið eplin með hverju því góðgæti sem ykkur dettur í hug, súkkulaði, sykurpúðum, hnetum, rúsínum eða öðru. Hellið síðan vænum slatta af eplaediki í eldfast mót (má nota líka bara vatn ef edik er ekki til staðar) og stráið svolitlum sykri yfir vökvann. Raðið eplunum í fatið og bakið í 15-20 mínútur við 170 gráður. Setjið síðan þeyttan rjóma eða ís yfir hvert epli, skreytið með kanilstöng og berið fram.
Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira