Helgarmaturinn - Völundur Snær með grilluppskrift 20. apríl 2012 12:45 Völundur Snær sjónvarpskokkur deilir með Lífinu, aukablaði Fréttablaðsins í dag fyrstu grilluppskrift sumarsins. BBC Lifestyle sjónvarpsstöðin hefur nú hafið sýningar á þáttum sjónvarpskokksins, Delicious Iceland, og er hann þar með kominn í hóp með frægu fólki á borð við Nigellu Lawson, Jamie Oliver og Gordon Ramsey sem öll hafa verið með matreiðsluþætti fyrir sjónvarpstöðina. Snemma í sumar verða þættirnir svo sýndir á RÚV.Steikarsalat með ananas- og engiferdressingu Tvær 200 gramma nautasteikur eru lagðar í viskí- og púðursykurskryddlög í a.m.k. 1 klukkustund. Taktu steikurnar úr kryddleginum og skelltu á mjög heitt grill. Grillaðu að eigin ósk, í 2-3 mínútur á hvorri hlið til að fá kjötið meðalhrátt (medium-rare). Láttu steikurnar standa í um 10 mínútur áður en þú skerð þær svo kjötið haldi safanum og meyrni (ef þú skerð það of fljótt rennur allur safinn úr kjötinu og út á diskinn eða brettið). Skerðu steikurnar í rúmlega sentimetra þykkar sneiðar. Pískaðu saman dressinguna, en geymdu ananasbitana og steinseljuna þar til síðast og bættu því varlega saman við. Helltu dressingunni yfir salatið og settu skammt á hvern disk og steikarsneiðar yfir.Viskí- og púðurskykurskryddlögur1 tsk sítrónubörkur1 tsk appelsínubörkur2 hvítlauksgeirar, saxaðir og maukaðir, eða pressaðir80 ml búrbonviskí eða Jack Daniels¼ þéttfullur bolli af ljósum púðursykri120 ml Kikkoman sojasósa1 msk Bahncke Dijon-sinnep1 tsk af sterkri sósu að eigin vali Blandaðu öllu saman í grunnri skál og helltu yfir kjötið sem á að kryddleggja, láttu standa í a.m.k. klukkustund í ísskáp. Lengri kryddlögn gerir kjötið bragðmeira, sérstaklega ef sneiðarnar eru þykkar. Snúðu kjötinu af og til, eða settu í stóran, lokaðan plastpoka og snúðu öðru hvoru.Ananas- og engiferdressing1 msk Kikkoman sojasósa5 msk Sun Glory ananassafi½ tsk fínt rifin engiferrót½ tsk sesamolía, ljós eða dökk1 miðlungsstór hvítlauksgeiri, maukaður eða saxaður1 tsk Meli hunang1 msk Isio 4 canola- eða grænmetisolía2 msk ferskur límónusafi¼ tsk malaðar rauðar piparflögur1 msk söxuð fersk steinselja¼ bolli ferskur ananas í teningum Öllu blandað saman í skál.SalatSalatblanda að eigin vali1 avókadó (lárpera)1 ½ bolli af kirsuberjatómötum, skornir í fjórðunga1 fennika skorin í þunna strimla2-3 hreðkur í þunnum sneiðum1 fersk appelsína afhýdd og laufin skorin úr Öllu blandað saman í skál. Grillréttir Nautakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Völundur Snær sjónvarpskokkur deilir með Lífinu, aukablaði Fréttablaðsins í dag fyrstu grilluppskrift sumarsins. BBC Lifestyle sjónvarpsstöðin hefur nú hafið sýningar á þáttum sjónvarpskokksins, Delicious Iceland, og er hann þar með kominn í hóp með frægu fólki á borð við Nigellu Lawson, Jamie Oliver og Gordon Ramsey sem öll hafa verið með matreiðsluþætti fyrir sjónvarpstöðina. Snemma í sumar verða þættirnir svo sýndir á RÚV.Steikarsalat með ananas- og engiferdressingu Tvær 200 gramma nautasteikur eru lagðar í viskí- og púðursykurskryddlög í a.m.k. 1 klukkustund. Taktu steikurnar úr kryddleginum og skelltu á mjög heitt grill. Grillaðu að eigin ósk, í 2-3 mínútur á hvorri hlið til að fá kjötið meðalhrátt (medium-rare). Láttu steikurnar standa í um 10 mínútur áður en þú skerð þær svo kjötið haldi safanum og meyrni (ef þú skerð það of fljótt rennur allur safinn úr kjötinu og út á diskinn eða brettið). Skerðu steikurnar í rúmlega sentimetra þykkar sneiðar. Pískaðu saman dressinguna, en geymdu ananasbitana og steinseljuna þar til síðast og bættu því varlega saman við. Helltu dressingunni yfir salatið og settu skammt á hvern disk og steikarsneiðar yfir.Viskí- og púðurskykurskryddlögur1 tsk sítrónubörkur1 tsk appelsínubörkur2 hvítlauksgeirar, saxaðir og maukaðir, eða pressaðir80 ml búrbonviskí eða Jack Daniels¼ þéttfullur bolli af ljósum púðursykri120 ml Kikkoman sojasósa1 msk Bahncke Dijon-sinnep1 tsk af sterkri sósu að eigin vali Blandaðu öllu saman í grunnri skál og helltu yfir kjötið sem á að kryddleggja, láttu standa í a.m.k. klukkustund í ísskáp. Lengri kryddlögn gerir kjötið bragðmeira, sérstaklega ef sneiðarnar eru þykkar. Snúðu kjötinu af og til, eða settu í stóran, lokaðan plastpoka og snúðu öðru hvoru.Ananas- og engiferdressing1 msk Kikkoman sojasósa5 msk Sun Glory ananassafi½ tsk fínt rifin engiferrót½ tsk sesamolía, ljós eða dökk1 miðlungsstór hvítlauksgeiri, maukaður eða saxaður1 tsk Meli hunang1 msk Isio 4 canola- eða grænmetisolía2 msk ferskur límónusafi¼ tsk malaðar rauðar piparflögur1 msk söxuð fersk steinselja¼ bolli ferskur ananas í teningum Öllu blandað saman í skál.SalatSalatblanda að eigin vali1 avókadó (lárpera)1 ½ bolli af kirsuberjatómötum, skornir í fjórðunga1 fennika skorin í þunna strimla2-3 hreðkur í þunnum sneiðum1 fersk appelsína afhýdd og laufin skorin úr Öllu blandað saman í skál.
Grillréttir Nautakjöt Salat Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira