Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttir og greinar tengdar sveitastjórnarkosningum sem fóru fram 14. maí 2022.


Fréttamynd

Borgar­stjóri vaknar í í­búða­lausri borg

Borgarstjóri skrifar grein í Fréttablaðið í gær sem hlýtur að vekja mikla eftirtekt enda er eins og hann sé að vakna upp af værum svefni þegar kemur að húsnæðismálum. Í grein sinni kallar hann eftir sérstökum húsnæðissáttmála og virðist vera að átta sig á því að staðan á húsnæðismarkaði sé með ólíkindum.

Skoðun
Fréttamynd

Engar efndir, en nóg af lof­orðum

Í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans, þá var það barnið sem þorði að segja: „Nú, hann er þá ekki í neinu!”. Sú saga kemur upp í hugann, þegar lesið var viðtal við bæjarstjóra Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Þar segir hún að mikið uppbyggingarskeið framundan í Hafnarfirði og tilgreindi nokkur svæði þar sem uppbyggingin á að fara fram.

Skoðun
Fréttamynd

Álf­hildur leiðir lista VG og ó­háðra í Skaga­firði

Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari mun leiða lista Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í félagsheimilinu í Hegranesi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Fall­ein­kunn fyrir­hugaðs fisk­eldis

Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina.

Skoðun
Fréttamynd

Ný hugsun, nýr heimur

Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum.

Skoðun
Fréttamynd

Störfin heim í Fjarðabyggð

Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar?

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er byggða­stefnan?

Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024.

Skoðun
Fréttamynd

Virkni er velferð

Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar upp er staðið!

Það er aðdáunarvert að sjá hvað barátta Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar hefur skilað miklu. Á sama tíma og það er sorglegt að lögbundin réttindi fatlaðs fólks ná ekki öll fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

Arnar leiðir lista Framsóknar í Árborg

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Árborg var samþykktur á félagsfundi í vikunni. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur á Eyrarbakka, leiðir listann fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Katrín Tanja í kosningabaráttu

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogarskálina fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Sport