Virkni er velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 1. apríl 2022 11:30 Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Félagsmál Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Reykjavík réðst í markvissar viðspyrnu aðgerðir í covid og einn liður í þeim voru aðgerðir til að bregðast við auknu atvinnuleysi og fjölgun fólks sem þurfti að reiða sig á fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til framfærslu. Virkni Komið var á Virknihúsi sem heldur utanum fjölmörg úrræði á vegum borgarinnar fyrir fólk sem fær fjárhagsaðstoð og atvinnu- og virknimiðlun sem hefur það hlutverk að skapa störf og um leið halda vel utan um fólkið sem fær störfin. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagið grípi það fólk sem dettur af vinnumarkaði eða á erfitt með að komast inn á hann. Þau þurfa einstaklingsbundna sérhæfða aðstoð, stuðning og tækifæri til að komast í virkni eða vinnu, með því að byggja sig upp og öðlast trú á eigin getu, eftir oft röð hafnanna á vinnumarkaði eða í menntakerfinu. Vinna Markviss atvinnu- og virknimiðlun skilaði 240 tímabundnum ráðningum á 18 mánuðum og 72% þeirra sem fengu vinnu hafa ekki snúið tilbaka á fjárhagsaðstoð eftir að tímabundinni ráðningu lauk, sem er mjög gleðilegt svo þessi tími styrki þau og auki möguleika þeirra í framtíðinni. Stór hluti fólks sem fær fjárhagsaðstoð hafa verið lengi utan vinnumarkaðar, eiga litla eða enga atvinnusögu, eru nýflutt til landsins þ.m.t flóttamenn sem eru að hefja nýtt líf hér á landi. Því höfum við ákveðið að samþætta starfsemi atvinnu- og virknimiðlunar og Virknihúss næstu 2 ár til að ná að styðja sem flesta í vinnu. Við munum sérstaklega beina sjónum okkar að ungu fólki og flóttafólki. Tækifæri Þetta er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem Reykjavík veitir nú þegar þessum hóp fólks. Nú eru um 280 manns í úrræðum Virknihússins sem bíða frekari tækifæra í samfélaginu til að láta til sín taka á vinnumarkaði eða í námi og yfir 100 í starfi með stuðningi sem ég vil sjá fá tækifæri á almennum vinnumarkaði sem allra fyrst. Meginmarkmið velferðarstefnu Reykjavíkur er að auka lífsgæði íbúa og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Þessar markvissu aðgerðir til að styðja fólk í vinnu og virkni eru liður í því að tryggja að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar