Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 27. nóvember 2025 13:03 - Áfengistengd dauðsföll eru 5% allra dauðsfalla á heimsvísu Áfengi er engin venjuleg vara. Áfengi hefur víðtæk áhrif á heilsu og er einn af fjórum helstu áhættuþáttum fyrir langvinna sjúkdóma. Ekkert efni sem við innbyrðum tengist jafn mörgum tegundum krabbameins og etanól, sem er í öllum áfengum drykkjum. Þar á meðal eru krabbamein í munni, koki, barkakýli, vélinda (flöguþekju), lifur (lifrarfrumu), ristli og brjóstum. Árið 2020 voru yfir 740.000 ný tilfelli krabbameina (4,1% allra nýrra krabbameina) rakin til áfengisdrykkju (6,1% hjá körlum og 2,0% hjá konum) á heimsvísu. Áfengi eykur einnig líkur á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma, slysa, og smitsjúkdóma á borð við berkla og alnæmi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur 2,6 milljónir einstaklinga deyja árlega af áfengistengdum orsökum. Sífellt fleiri kjósa því að draga úr áfengisdrykkju eða hætta alveg. Rannsóknir sýna að það að hætta að drekka, eða draga úr drykkju, getur haft margvísleg jákvæð áhrif. Mörg finna fyrir bættri andlegri líðan og aukinni orku þegar þau minnka eða hætta áfengisdrykkju. Svefninn verður betri þar sem áfengi truflar náttúrulegt svefnmynstur og dregur úr endurnærandi svefni. Áfengi hefur áhrif á taugaboðefni heilans og getur þannig valdið sveiflum í skapi, aukið kvíða og þunglyndi og dregið úr einbeitingu og minni. Þekkt er að áfengisdrykkja hefur neikvæð áhrif á hjartað, blóðþrýsting og blóðsykur. Áfengisdrykkja tengist einnig aukinni hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, skorpulifur og heilablóðfalli. Áfengisdrykkja er ekki aðeins spurning um heilsu þess sem drekkur heldur getur hún einnig haft neikvæð áhrif á aðra, til dæmis aðstandendur og börn viðkomandi. Áfengisdrykkja getur truflað samskipti og jafnvel haft ofbeldishegðun í för með sér. Þannig getur hún haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og persónuleg tengsl. Orsakir krabbameina eru margar og sumar þess eðlis, t.d. erfðir, að við getum ekki haft á þær nein áhrif. Á hinn bóginn getum við haft áhrif á suma áhættuþætti og þar á meðal er áfengisdrykkja. Engin örugg neðri mörk eru þekkt, þannig að ekki er hægt að fullyrða að áfengisdrykkja undir ákveðnu magni sé hættulaus. Því er öruggasta leiðin til að draga úr líkum á krabbameini að láta áfengi alveg eiga sig. Hvað getum við gert á Íslandi? Hingað til hafa tengsl áfengisdrykkju og krabbameina ekki verið mikið rædd í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Rétt væri að Ísland færi að dæmi Írlands en á næsta ári munu upplýsingar um skaðsemi áfengis og tengsl við krabbamein og aðra sjúkdóma verða birtar á umbúðum áfengra drykkja þar. Þeir sem móta stefnu um heilbrigðismál eru þó alla jafna upplýstir um þessi tengsl. Engu að síður virðast, að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, stefnumótandi aðgerðir vannýttar á heimsvísu til að draga úr áfengisdrykkju og aðgengi að áfengi. Samfélagsleg viðmið og viðhorf ýta fólki oft í gagnstæða átt, þ.e. að meiri drykkju áfengis, þar sem það er tengt hátíðum, afslöppun, félagslífi og jafnvel íþróttastarfi. Þetta þarf að breytast. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC) hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar til stjórnvalda og samfélaga um hvernig megi draga úr áfengistengdum krabbameinum með því að setja lýðheilsusjónarmið í forgang. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með eftirfarandi aðgerðum byggðum á SAFER-viðmiðum sínum: Skattlagningu og, þar með, verðhækkun á áfengi. Takmörkunum á aðgengi að áfengi, svo sem með takmörkuðum fjölda útsölustaða, takmörkuðum opnunartíma og ströngu eftirliti með lágmarksaldri kaupenda. Algjöru banni við markaðssetningu áfengis hvort sem það er á samfélagsmiðlum, hefðbundnum auglýsingamiðlum eða á sölustöðum áfengis. Mótvægisaðgerðum gegn ölvunarakstri, svo sem lágt leyfilegt hámarksmagn áfengis í blóði fyrir ökumenn (0,00–0,05%), ströng viðurlög og rík eftirfylgni vegna brota hjá ungum ökumönnum, ásamt handahófskenndum blástursprófum meðal ökumanna. Stuttum inngripum fyrir einstaklinga í áhættuhópum, til dæmis á göngudeildum og bráðamóttökum, ásamt meðferð fyrir fólk með áfengisfíkn og aðgerðum til að fyrirbyggja skaða hjá áhættuhópum. Þessar ráðleggingar eru byggðar á rannsóknum og reynslu fjölmargra þjóða yfir langt tímabil og endurspegla það að stjórnvaldsaðgerðir eru öflugustu verkfærin til að draga úr skaða vegna áfengisnotkunar. Ísland getur nýtt sér leiðbeiningar WHO og IARC til að þróa heildstæða stefnu og fylgja henni eftir. Á Íslandi er sterkur lagarammi um einkasölu ríkis á áfengi. Þetta er fyrirkomulag sem löngum hefur verið fyrirmynd annarra þjóða og alþjóðastofnana. Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að mótun stefnu í áfengis- og vímuvörnum enda er skýr og heildstæð stefna einn hornsteina árangurs í þessum málaflokki. Án efa verða leiðbeiningar WHO og IARC þar í fyrirrúmi þar sem lögð er áhersla á að takmarka aðgengi, auka þekkingu og tryggja að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum og stuðningi við að draga úr áfengisdrykkju. Nauðsynlegt er að efla vitund almennings um áfengi sem mikilvægan áhættuþátt fyrir krabbameinum. Jafnframt þarf að leggja áherslu á að engin örugg neðri mörk eru þekkt og jafnvel lítil notkun áfengis getur aukið áhættu á krabbameinum. Í ljósi alls þessa hvetur embætti landlæknis stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttahreyfinguna til að sameinast um að vernda lýðheilsu landsmanna, ekki síst barna og ungmenna, með því að takmarka aðgengi að áfengi og verja einkasölu ríkisins á áfengi. Núna, þegar áhlaup er gert að forvörnum með kröfu um aukið aðgengi að áfengi, er þörf á að setja velferð barna og ungmenna og lýðheilsu almennt í forgang. María Heimisdóttir landlæknirDóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Embætti landlæknis Áfengi Börn og uppeldi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
- Áfengistengd dauðsföll eru 5% allra dauðsfalla á heimsvísu Áfengi er engin venjuleg vara. Áfengi hefur víðtæk áhrif á heilsu og er einn af fjórum helstu áhættuþáttum fyrir langvinna sjúkdóma. Ekkert efni sem við innbyrðum tengist jafn mörgum tegundum krabbameins og etanól, sem er í öllum áfengum drykkjum. Þar á meðal eru krabbamein í munni, koki, barkakýli, vélinda (flöguþekju), lifur (lifrarfrumu), ristli og brjóstum. Árið 2020 voru yfir 740.000 ný tilfelli krabbameina (4,1% allra nýrra krabbameina) rakin til áfengisdrykkju (6,1% hjá körlum og 2,0% hjá konum) á heimsvísu. Áfengi eykur einnig líkur á dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma, slysa, og smitsjúkdóma á borð við berkla og alnæmi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur 2,6 milljónir einstaklinga deyja árlega af áfengistengdum orsökum. Sífellt fleiri kjósa því að draga úr áfengisdrykkju eða hætta alveg. Rannsóknir sýna að það að hætta að drekka, eða draga úr drykkju, getur haft margvísleg jákvæð áhrif. Mörg finna fyrir bættri andlegri líðan og aukinni orku þegar þau minnka eða hætta áfengisdrykkju. Svefninn verður betri þar sem áfengi truflar náttúrulegt svefnmynstur og dregur úr endurnærandi svefni. Áfengi hefur áhrif á taugaboðefni heilans og getur þannig valdið sveiflum í skapi, aukið kvíða og þunglyndi og dregið úr einbeitingu og minni. Þekkt er að áfengisdrykkja hefur neikvæð áhrif á hjartað, blóðþrýsting og blóðsykur. Áfengisdrykkja tengist einnig aukinni hættu á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, skorpulifur og heilablóðfalli. Áfengisdrykkja er ekki aðeins spurning um heilsu þess sem drekkur heldur getur hún einnig haft neikvæð áhrif á aðra, til dæmis aðstandendur og börn viðkomandi. Áfengisdrykkja getur truflað samskipti og jafnvel haft ofbeldishegðun í för með sér. Þannig getur hún haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og persónuleg tengsl. Orsakir krabbameina eru margar og sumar þess eðlis, t.d. erfðir, að við getum ekki haft á þær nein áhrif. Á hinn bóginn getum við haft áhrif á suma áhættuþætti og þar á meðal er áfengisdrykkja. Engin örugg neðri mörk eru þekkt, þannig að ekki er hægt að fullyrða að áfengisdrykkja undir ákveðnu magni sé hættulaus. Því er öruggasta leiðin til að draga úr líkum á krabbameini að láta áfengi alveg eiga sig. Hvað getum við gert á Íslandi? Hingað til hafa tengsl áfengisdrykkju og krabbameina ekki verið mikið rædd í samfélaginu. Þessu þarf að breyta. Rétt væri að Ísland færi að dæmi Írlands en á næsta ári munu upplýsingar um skaðsemi áfengis og tengsl við krabbamein og aðra sjúkdóma verða birtar á umbúðum áfengra drykkja þar. Þeir sem móta stefnu um heilbrigðismál eru þó alla jafna upplýstir um þessi tengsl. Engu að síður virðast, að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, stefnumótandi aðgerðir vannýttar á heimsvísu til að draga úr áfengisdrykkju og aðgengi að áfengi. Samfélagsleg viðmið og viðhorf ýta fólki oft í gagnstæða átt, þ.e. að meiri drykkju áfengis, þar sem það er tengt hátíðum, afslöppun, félagslífi og jafnvel íþróttastarfi. Þetta þarf að breytast. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (IARC) hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar til stjórnvalda og samfélaga um hvernig megi draga úr áfengistengdum krabbameinum með því að setja lýðheilsusjónarmið í forgang. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með eftirfarandi aðgerðum byggðum á SAFER-viðmiðum sínum: Skattlagningu og, þar með, verðhækkun á áfengi. Takmörkunum á aðgengi að áfengi, svo sem með takmörkuðum fjölda útsölustaða, takmörkuðum opnunartíma og ströngu eftirliti með lágmarksaldri kaupenda. Algjöru banni við markaðssetningu áfengis hvort sem það er á samfélagsmiðlum, hefðbundnum auglýsingamiðlum eða á sölustöðum áfengis. Mótvægisaðgerðum gegn ölvunarakstri, svo sem lágt leyfilegt hámarksmagn áfengis í blóði fyrir ökumenn (0,00–0,05%), ströng viðurlög og rík eftirfylgni vegna brota hjá ungum ökumönnum, ásamt handahófskenndum blástursprófum meðal ökumanna. Stuttum inngripum fyrir einstaklinga í áhættuhópum, til dæmis á göngudeildum og bráðamóttökum, ásamt meðferð fyrir fólk með áfengisfíkn og aðgerðum til að fyrirbyggja skaða hjá áhættuhópum. Þessar ráðleggingar eru byggðar á rannsóknum og reynslu fjölmargra þjóða yfir langt tímabil og endurspegla það að stjórnvaldsaðgerðir eru öflugustu verkfærin til að draga úr skaða vegna áfengisnotkunar. Ísland getur nýtt sér leiðbeiningar WHO og IARC til að þróa heildstæða stefnu og fylgja henni eftir. Á Íslandi er sterkur lagarammi um einkasölu ríkis á áfengi. Þetta er fyrirkomulag sem löngum hefur verið fyrirmynd annarra þjóða og alþjóðastofnana. Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að mótun stefnu í áfengis- og vímuvörnum enda er skýr og heildstæð stefna einn hornsteina árangurs í þessum málaflokki. Án efa verða leiðbeiningar WHO og IARC þar í fyrirrúmi þar sem lögð er áhersla á að takmarka aðgengi, auka þekkingu og tryggja að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum og stuðningi við að draga úr áfengisdrykkju. Nauðsynlegt er að efla vitund almennings um áfengi sem mikilvægan áhættuþátt fyrir krabbameinum. Jafnframt þarf að leggja áherslu á að engin örugg neðri mörk eru þekkt og jafnvel lítil notkun áfengis getur aukið áhættu á krabbameinum. Í ljósi alls þessa hvetur embætti landlæknis stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttahreyfinguna til að sameinast um að vernda lýðheilsu landsmanna, ekki síst barna og ungmenna, með því að takmarka aðgengi að áfengi og verja einkasölu ríkisins á áfengi. Núna, þegar áhlaup er gert að forvörnum með kröfu um aukið aðgengi að áfengi, er þörf á að setja velferð barna og ungmenna og lýðheilsu almennt í forgang. María Heimisdóttir landlæknirDóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun