Reykjanesbrautin í stokk – lífsgæðabylting fyrir íbúa Kópavogs Einar Þorvarðarson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifa 5. apríl 2022 09:31 Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Í tillögunni er lagt til að Reykjanesbraut verði lögð í stokk og þannig myndist fjöldi nýrra tenginga milli hverfa fyrir alla samgöngumáta og hugað verði um leið að hljóðvist. Saga þessa svæðis, sem fyrir ekki svo löngu geymdi hesthús og starfsemi hestamanna er áhugaverð. Uppbygging fyrsta áfanga svæðisins gekk nefnilega hratt og vel fyrir sig og þar hafa nú risið glæsileg fjölbýlishús, hvert öðru fallegra, með torgi, grænu svæði, göngustígum og leiktækjum. Mikil áhersla var lögð á frágang lóða og hlýlegt umhverfi þannig að fólki liði vel í nærumhverfi heimila sinna. Viðreisn gerði athugasemdir og tillaga dregin til baka Talsverður vandræðagangur hefur hins vegar verið á skipulagsmálum almennt í Kópavogi síðustu fjögur árin, einnig varðandi næsta uppbyggingaráfanga þessa svæðis. Fram kom deiliskipulagstillaga sem m.a. gerði ráð fyrir risastórum fjölbýlishúsum ofan í óbreyttri og umferðarþungri Reykjanesbrautinni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar gerðu alvarlegar athugasemdir við þá tillögu, sem haldin var verulegum annmörkum að öðru leyti einnig. Hún var því formlega dregin til baka. Þá kom fram önnur tillaga frá meirihlutanum sem einnig var afleit enda þótti okkur skipulagið með eindæmum gamaldags. Við höfum nú í tvígang farið með málið inn í bæjarstjórn sem sérstakt dagskrármál. Eftir miklar umræður í bæjarstjórn og fundi okkar í Viðreisn með bæjarstjóra og sviðsstjóra var samþykkt viðaukatillaga um að fara með svæðið í samkeppni. Niðurstaða hennar er sú að metnaðarlaust skipulag meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður fellt úr gildi og nú getum við byrjað upp á nýtt með tillögu sem verður lífsgæðabylting fyrir íbúa á miðsvæði Kópavogs. Markmið okkar með samkeppninni var að kalla eftir hugmyndum sem styrkja svæðiskjarnann í Smára, efla tengsl á milli hans og Lindanna, staðsetja þar tengistöð fyrir almenningssamgöngur og tengingu við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Við vildum byggð sem styður við skapandi umhverfi, aukin lífsgæði og fjölbreytt mannlíf, verslun og þjónustu. Smárinn er ekki bara miðkjarni fyrir allt höfuðborgarsvæðið heldur er hann tækifæri okkar Kópavogsbúa til að hanna miðbæ þar sem fólk nýtur þess að koma, ganga um torg og græn svæði og njóta mannlífs í nútímalegu borgarskipulagi. Við í Viðreisn göngum full tilhlökkunar inn í kosningarnar með nútímalega framtíðarýn fyrir Lindir og Smára á borðinu og hlökkum til að búa til nútímalegt, sjálfbært og spennandi skipulag fyrir Glaðheimasvæðið. Svæði sem skv. hinni nýju tillögu Ask arkiteka verður tengt við Smárann með helstu umferðaræðina í stokk þannig að það þjóni blómstrandi mannlífi Kópavogsbúa framtíðarinnar. Það skiptir máli hvernig hverfi bæjarins eru hönnuð og þar þurfa þarfir íbúanna að vega þyngst. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Viðreisn Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið kynnt niðurstaða úr hugmyndasamkeppni um nýja sýn fyrir næsta uppbyggingaráfanga Glaðheimasvæðisins. ASK arkitektar báru sigur úr býtum en vinningstillagan gerir ráð fyrir nútímalegu og sjálfbæru hverfi með áherslu á mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Í tillögunni er lagt til að Reykjanesbraut verði lögð í stokk og þannig myndist fjöldi nýrra tenginga milli hverfa fyrir alla samgöngumáta og hugað verði um leið að hljóðvist. Saga þessa svæðis, sem fyrir ekki svo löngu geymdi hesthús og starfsemi hestamanna er áhugaverð. Uppbygging fyrsta áfanga svæðisins gekk nefnilega hratt og vel fyrir sig og þar hafa nú risið glæsileg fjölbýlishús, hvert öðru fallegra, með torgi, grænu svæði, göngustígum og leiktækjum. Mikil áhersla var lögð á frágang lóða og hlýlegt umhverfi þannig að fólki liði vel í nærumhverfi heimila sinna. Viðreisn gerði athugasemdir og tillaga dregin til baka Talsverður vandræðagangur hefur hins vegar verið á skipulagsmálum almennt í Kópavogi síðustu fjögur árin, einnig varðandi næsta uppbyggingaráfanga þessa svæðis. Fram kom deiliskipulagstillaga sem m.a. gerði ráð fyrir risastórum fjölbýlishúsum ofan í óbreyttri og umferðarþungri Reykjanesbrautinni. Bæjarfulltrúar Viðreisnar gerðu alvarlegar athugasemdir við þá tillögu, sem haldin var verulegum annmörkum að öðru leyti einnig. Hún var því formlega dregin til baka. Þá kom fram önnur tillaga frá meirihlutanum sem einnig var afleit enda þótti okkur skipulagið með eindæmum gamaldags. Við höfum nú í tvígang farið með málið inn í bæjarstjórn sem sérstakt dagskrármál. Eftir miklar umræður í bæjarstjórn og fundi okkar í Viðreisn með bæjarstjóra og sviðsstjóra var samþykkt viðaukatillaga um að fara með svæðið í samkeppni. Niðurstaða hennar er sú að metnaðarlaust skipulag meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður fellt úr gildi og nú getum við byrjað upp á nýtt með tillögu sem verður lífsgæðabylting fyrir íbúa á miðsvæði Kópavogs. Markmið okkar með samkeppninni var að kalla eftir hugmyndum sem styrkja svæðiskjarnann í Smára, efla tengsl á milli hans og Lindanna, staðsetja þar tengistöð fyrir almenningssamgöngur og tengingu við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Við vildum byggð sem styður við skapandi umhverfi, aukin lífsgæði og fjölbreytt mannlíf, verslun og þjónustu. Smárinn er ekki bara miðkjarni fyrir allt höfuðborgarsvæðið heldur er hann tækifæri okkar Kópavogsbúa til að hanna miðbæ þar sem fólk nýtur þess að koma, ganga um torg og græn svæði og njóta mannlífs í nútímalegu borgarskipulagi. Við í Viðreisn göngum full tilhlökkunar inn í kosningarnar með nútímalega framtíðarýn fyrir Lindir og Smára á borðinu og hlökkum til að búa til nútímalegt, sjálfbært og spennandi skipulag fyrir Glaðheimasvæðið. Svæði sem skv. hinni nýju tillögu Ask arkiteka verður tengt við Smárann með helstu umferðaræðina í stokk þannig að það þjóni blómstrandi mannlífi Kópavogsbúa framtíðarinnar. Það skiptir máli hvernig hverfi bæjarins eru hönnuð og þar þurfa þarfir íbúanna að vega þyngst. Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Kópavogi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun