Er meirihlutinn í Hafnarfirði að villa um fyrir fólki? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 6. apríl 2022 11:00 Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun