Er meirihlutinn í Hafnarfirði að villa um fyrir fólki? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 6. apríl 2022 11:00 Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn eiga það til að gefa loforð sem þeir vita að ekki verði staðið við. Hver man ekki eftir göngum milli lands og Eyja, Sundarbraut og flutningi flugvallarins úr Reykjavík. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Nú bregður svo við að bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar í Hafnarfirði auglýsir grimmt þessa dagana byggingaráform þar sem stefnt er að því að bæjarbúum muni fjölga um 17 þúsund fyrir árið 2040. Til samanburðar þá fjölgaði íbúum Hafnarfjarðar um rúm 10 þúsund á árunum 2000 til 2022. Besta mál að eitthvað sé loksins að gerast í byggingu íbúðahúsnæðis í bænum en fjölgun um 17 þúsund manns á 18 árum er algerlega óraunhæft. Slíkt myndi setja alltof mikinn þrýsting á uppbyggingu innviða. Þegar svona tölum um byggingaráform er slegið fram verður að gera kröfur um að nánari upplýsingar fylgi um hvað þurfi til að slíkt raungerist. Skoðum nokkur atriði: Hafnarfjarðarbær á mjög fáar lóðir á Hraun-vestur svæðinu, Flensborgarsvæðinu og Óseyrarsvæðinu. Hefur vissulega skipulagsvaldið en stýrir ekki hraða uppbyggingar. Lóðareigendur ráða þar för. Téður meirihluti virðist treysta á að Borgarlínan muni leysa að mestu aukna ferðaþörf á höfuðborgarsvæðinu. Um það ríkir óvissa auk þess sem Hafnarfjörður er aftarlega á framkvæmdaráætlun. Ekki hefur náðst samkomulag við Garðabæ og Vegagerðina um vegstæði ofanbyggðarvegar. Ólíklegt að niðurstaða fáist í það mál í bráð enda búið að vera í umræðunni í fjölda ára. Í samgönguáætlun ríkisins eru 12.600 m.kr. áætlaðar árin 2024-2029 í Reykjanesbrautina milli N1 Lækjargötu og Kaplakrika. Enn ekki búið að ákveða hvort vegakaflinn verði lagður í stokk eða önnur útfærsla valin. Stokkur yrði óhemju dýr og forsendan er sú að búið verði að leggja ofanbyggðarveginn til að taka við umferðarþunganum í tvö ár eða svo. Þetta eru einungis nokkur atriði sem upplýsa þarf almenning um áður en slegið er upp glæstum byggingaráformum. Við í Bæjarlistanum leggjum áherslu á vönduð og heiðarleg vinnubrögð. Höfundur er oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar