Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. apríl 2022 19:31 Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Könnun Maskínu var gerð dagana 22. til 29. mars og felur í sér miklar breytingar á fylgi flokkanna frá síðustu könnun og frá kosningunum 2018. Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fengi þrjá fulltrúa, var með engan, Viðreisn missti annan af tveimur sínum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sex en var með átta í síðustu kosningum. Flokkur fólksins héldi sínum eina fulltrúa, Miðflokkurinn missti sinn eina en Pírata myndu bæta við sig einum og fengju þrjá. Samfylkingin myndi hins vegar missa einn þrátt fyrir sama prósentufylgi og síðast og Vinstri græn héldu sínum eina. „Vitum ekki enn hvað Framsóknarflokkurinn stendur fyrir“ En er núverandi meirihluti, sem samkvæmt þessari könnun er búinn að missa hann, farinn að leita að nýjum flokki í meirihluta? „Nei, það er algerlega ótímabært en það er ljóst að þetta verður jafnt og það kemur svo sem ekki á óvart. Þó Samfylkingin megi kannski ekki una við þessa könnun þá er auðvitað töluvert mikið í húfi í kosningum. Hvort borgin haldi áfram að þróast í græna, spennandi átt eða hvort því verði snúið til baka,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Framsóknarflokkurinn sækir nú í sig veðrið í borginni en óttast borgarstjóri að hann verði horn í síðu Samfylkingar og er staðan önnur eftir nýleg ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns flokksins? „Það er kannski ótímabært að segja. Ég held að Framsóknarflokkurinn þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum í málinu, það er alveg ljóst,“ segir Dagur. Hann segir sömuleiðis þurfa að koma í ljós hvort flokkurinn komi inn með sprengingu í kosningum í vor. „Við svo sem vitum ekki ennþá hvað Framsóknarflokkurinn stendur almennilega fyrir, við heyrum bara að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með þeim í samstarfi við sig.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30 Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06 Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tapa miklu fylgi í Reykjavík Töluverðar breytingar eru á fylgi flokka fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Samfylkingin tapar töluverðu fylgi en Framsóknarflokkurinn er í mikilli sókn ásamt Pírötum. Meirihlutaflokkarnir gætu endurnýjað samstarf sitt. 18. mars 2022 19:30
Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september. 21. febrúar 2022 14:06
Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Maskínu Meirihlutaflokkarnir myndu bæta við sig tveimur borgarfulltrúum ef kosið yrði til borgarstjórnar nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi frá síðustu kosningum, Píratar sækja í sig veðrið og Framsóknarflokkurinn næði inn manni. 11. febrúar 2022 19:20
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent