
Öfug-Hrói
Fyrir seinustu kosningar leit út fyrir að tveir flokkar myndu standa uppi með mest fylgi og, að öllum líkindum, mynda saman ríkisstjórn. Annar flokkurinn vildi gefa fullt af fólki pening, þeim mesta peninginn sem byggju í stærsta húsnæðinu og skulduðu mest í því. Hinn flokkurinn vildi það síður. Á endanum vann seinni flokkurinn kosningarnar en báðir flokkarnir fengu 19 þingmenn, þökk sé kosningakerfinu. Gjafmildi flokkurinn fékk svo stjórnarmyndunarumboðið. Óvissufaktorinn á Bessastöðum sá til þess.