Hærri framlög til skólamála Skúli Helgason skrifar 2. september 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið síðustu daga um framlög til skólamála í Reykjavíkurborg og hafa stjórnendur grunnskóla og leikskóla ályktað um niðurskurð undangenginna ára. Af því tilefni er mikilvægt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Á undanförnum tveimur árum hafa framlög til skóla- og frístundastarfs í Reykjavík hækkað um 5,8 milljarða króna. Þeim fjármunum hefur einkum verið varið til að bæta kjör kennara, leikskólakennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks í skólasamfélaginu, en einnig til að mæta fjölgun barna í skólasamfélaginu. Þar hefur birst forgangsröðun okkar í meirihluta borgarstjórnar, að brýnast væri að bæta kjör þess fólks sem ber hita og þunga af öflugu skólastarfi í borginni en hækkun almenns rekstrarfjár biði þess tíma þegar betur áraði í fjárhag borgarinnar. Þá er rétt að benda á að samkvæmt gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga voru framlög á hvern grunnskólanema árið 2014 næsthæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Leiðarljós okkar við útfærslu hagræðingar á þessu ári hefur verið að bera helst niður í yfirstjórn, lækka húsnæðiskostnað, beita útboðum til að lækka innkaupsverð á vörum o.s.frv. en hlífa sem mest grunnþjónustunni sem veitt er í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum. Þessi stefna ásamt auknum tekjum hefur skilað þeim árangri að 490 milljóna króna afgangur er á rekstri borgarinnar eftir sex mánuði ársins. Það er góð vísbending um að við erum á réttri leið og það mun skapa okkur grundvöll til að efla enn frekar fagstarfið í skólum og frístundastarfi í borginni. Þar vinnur okkar starfsfólk þrekvirki um alla borg af miklum metnaði. Við tökum undir með skólastjórnendum að bæta þarf starfsumhverfi leikskóla og grunnskóla sem og frístundamiðstöðva og það verður forgangsverkefni okkar á næstunni í góðu samráði við okkar öfluga fagfólk á vettvangi, foreldra og börnin sem við erum öll að þjóna.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar